Síleska Nóbelsskáldinu
Pablo Neruda,
(1940-1973),
varð tíðrrætt um
svefn og vöku í
skrifum sínum,
og hina draumkenndu
reynslu tilvistarinnar.
Hvað er draumur
og hvað er veruleiki?
Á einum stað,
segir hann svo:
Sérhvern morgun
lifs míns,
dreg ég úr draumi
annan draum.
Það er ánægjulegt
til þess að vita að
endurvakinn áhugi á
rannsóknum á svefni
og draumum er nú að
koma fram hérlendis.
Fyrsti kvendoktor okkar
Íslendinga, Húnvetningurinn
Björg Caritas Þorláksson,
(1874-1934), rannsakaði
svefninn út frá lífeðlis-
fræðilegum sjónarmiðum
síns tíma en hún útkrifaðist,
fyrst norræna kvenna,
með doktorsgráðu frá
Sorbonne háskólanum
í París árið1926.
En Björg var líka
heimspekingur sem
velti fyrir sér ýmsum
andlegum eiginleikum
mannsins og var
samúðin eitt af
viðfangsefnum hennar.
Nýlega varði sálfræðingurinn
(og svefnfræðingurinn)
Erla Björnsdóttir doktorsritgerð
sína í lýðheilsuvísindum
við Háskóla Íslands.
Ritgerð hennar fjallar um
tengsl svefns og heilsu.
Óskum við Erlu innilega
til hamingju með áfangann.
Erla heldur úti vefsetri um
svefnheilsu og lífsgæði,
svefnráð og svefngæði
á slóðinni www.betrisvefn.is
Þar er einnig margvísleg
fræðsla um svefn almennt,
svefn ungmenna og
fólks sem glímir í veikindum
með raskað svefnmunstur
og/eða glímir við svefnleysi
svo dærmi séu tekin.
dr. Björg Þorleifsdóttir,
lífeðlisfræðingur, sem lengi
hefur rannsakað svefn
og svefnvenjur á Landsspítala,
hefur nú í vetur ásamt Erlu
og hópi fræðimanna við
Háskóla Íslands, hrint af
stað viðamikilli rannsókn á
svefnvenjum Íslendinga.
Var spurningalisti sendur
út til 10 þúsund manns og
verður spurningakönnunin
endurtekin í sumarbyrjun
með sama úrtaki.
Er munurinn á svefni og
svefngæðum eftir árstíðum
- áhrif myrkurs - og birtumagns
á líkamsklukkuna - eitt
af þemum könnunarinnar.
Svefnleysi - að missa svefn;
að vera lengi að sofna;
að vakna upp um nætur
og að vakna of snemma
að morgni - er algengt
vandamál á Íslandi.
Er svefnyfjanotkun
margfalt meiri hér en í
löndunum í kringum okkar.
Tengslin við heilusleysi
og sjúkdóma eru þekkt
í kjölfarið og mikið í húfi að
bæta svefnhegðun landans.
Fyrsta skerfið í þá átt er
að fá góða yfirsýn yfir
svefnvenjur Íslendinga
í dag sem greinilega
hafa farið versnandi.
Lengd svefntímans hefur
farið úr 8 klst. frá því
um miðja síðustu öld
niður í 6-6.5 klst. og
jafnvel minna hjá
mörgum í dag sem
er einfaldlega
alltof lítill svefn.
Miðað er við að kjörtími
svefns sé að jafnaði
7-8 klst. á nóttu.
Um svefnleysi segir
Gyrðir Elísson svo í
bókinni Upplitað myrkur
frá árinu 2005:
hafdjúpin:
það kemur enginn
djúpsvefn
koddinn er harður
sem steinn
á hafsbotni.
*
|