Forsíđa   

 03.02.2015
 Sorgarund svefninn lćknađ getur...



Nú er vetur hálfnaður;
Kyndilmessa var í gær.

Upphaf vetrarvertíðar
var gjarnan miðað
við þessa fornu
ljósamessu; miðað var
við fyrsta virkan dag
eftir Kyndilmessu.

Og enn er Kyndilmessa
 haldin hátíðleg
hér á gamla Fróni.
Sólin hyllt þar sem,
(eins og sums staðar
 á Austfjörðum og
Vestfjörðum), sést loks til
 sólar fyrstu daga febrúar,
eftir langt hlé.


Skammdegismyrkur og
sólarleysi vetrarmánuða
hefur áhrif á svefnhormónið
melantónín og famleiðslu
þess í líkamanum.
Virðist fólk misnæmt
fyrir þessum áhrifum
hvað varðar lyndi og yndi,
sjálft dagsformið.

Svefn barna og unglinga
fer oft úr skorðum yfir
skammdegistímann
og jóla- og nýárshátíðir.

 Getur það tekið þau
langan tíma að
greiða svefnskuldina
og byggja aftur upp
eðlilega svefnreglu
og svefngæði
á nýjan leik, komast
aftur í góða svefnrútínu
með djúpum og endur-
nærandi hvíldarsvefni.

Til víðbótar má segja
að æskilegast væri
að breyta klukkunni
 í sama horf og hún var
hérlendis langt fram
á sjöunda áratuginn
 þannig að börn
og ungmenni nái
allajafna a.m.k. einni
klst. lengri svefni.

Unglingar eru t.a.m.
með svokallaða seinkaða
líkamsklukku, fara síðar
að sofa á kvöldin og vilja
fyrir vikið sofa lengur
á morgnanna.

Sú mikilvæga úrvinnsla
reynslu og tilfinninga
sem á sér stað í
nætursvefninum,
er öllum nauðsynleg.
Ekki síst börnum sem
eru að vaxa og þroskast
og takast á við æ
stærri umheim
og flóknari reynslu.

Gæðastund fyrir
næturhvíldina er
ómetanleg ungri sál.

Skáldið góða,
Kristján frá Djúpalæk,
sem svo margt hefur
ort og líka þýtt um
svefn og drauma,
segir svo frá í 
Svefnljóðum sínum:



Lífið hefur hendur kaldar,
hjartaljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa,
sárin blæða inn.
Tárin falla heit í hljóði,
heimur ei þau sér.
Sofna vinur, svefnljóð
meðan syng ég yfir þér.



*


Ég skal vaka enn um stund,
að þér hlúa betur.
Hverja sviða, sorgarund
svefninn læknað getur.


*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157  158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA