Sólstöður á vetri
þennan sólarhring
á hrímuðu Fróni.
Tíminn lætur
ekki að sér hæða:
sólin hjólar
áfram sína rás
hvað sem á dynur
í veðri og mannheimi.
Og jólin--hin forna
sólstöðuhátíð--er
í nánd, sem tengir
okkur við léttleika
og tærleika
bernskudrauma
og æakuslóða.
Eins og kínverska
gullaldarskáldið Li Po
á 8. öld, kemst svo
vel að orði þegar
hann lýsir svefnrofum
á vetrarnóttu er hann
sér tunglskinsblett
á gólfi sem hrím
og hverfur á vit
bernskudrauma
og æskustöðva:
Er gólfið hrímað?
Ég rís upp við dogg,
lít út og sé bjartan mána,
halla mér aftur
og hverf í þorp bernskunnar.
*
|