Gleðilega hátíð
sjómenn nær og fjær!
Hafið minnir á
dulardjúp sálarinnar og
er í táknfræðum talið
nátengt móðureðli
tilverunnar; vekur
tilfinningar fyrir ferðum
og ævintýrum en líka
óendanleika og eilífð.
Virðingin er gjarnan
óttablandin fyrir þessari
magnþrungnu hringrás
sköpunar og dauða
sem birtir síbreytileg
blæbrigði veðurs,
vinda og strauma,
allt frá dúnalogni
til illviðris.
Ekki að undra að
hafið sé vel þekkt
tákn í draumreynslu
og draumtrú Íslendinga
bæði fyrir afla og veðri.
Við eigum jú hafinu
afkomu okkar og tilvist
mikið að þakka hér
á Norðurslóðum.
Minnir á að ganga vel
um Náttúruna og
auðlindir hennar,
sjálfa lífsbjörgina.
Margur hefur hrifist af
hrikaleika og dulúðugri
fegurð Hornbjargsins í
iðu daganna á tímum
sjóferða og sjómennsku
þegar máttarvöldin sýna
sitt magnaða sjónarspil.
Eftirfarandi ljóð
um Hornbjarg orti
Þorsteinn Gíslason,
(1867-1938) skáld, ritstjóri
og þýðandi og mikill
hvatamaður að stofnun
háskóla á Íslandi:
Aððeins þegar sumarsólin
svona fögur kveld
inn til vætta hafs og hamra
himins sendir eld,
opnast hallir huldu-þjóða,
heimar, þar sem vögguljóða
draumnum ljúfa dularspaka,
dánir yfir vaka.
*
|