Forsíđa   

 24.03.2014
 Elsta ljósiđ í Alheimi og óravíddir himingeims



Á vorjafndægrum þetta árið,
erum við minnt á stöðu okkar
í Alheimi gagnvart
óravíddum himingeims
og hinum óræðu rökum
tilverunnar sem birtust
fornþjóðum fremur
í draumi og sýnum
en í gegnum efnisleg
tæki, tól og tækni.

Gerðar voru heyrinkunnar
nýlegar uppgötvanir fyrir
tilstilli útvarpssjónaukans
BICEP2 á Suðurskautslandinu
sem benda til að elsta
ljós Alheimsins sé hinn
svonefndi örbylgjukliður
sem er sú bakgrunnsgeislun
sem varð til við hita Miklahvells.

Kliðurinn sýnir Alheiminn
fyrir tíma stjarna og vetrarbrauta.
Sýnir upphaf alheims rúmlega
10 sek. eftir Hvellinn og greinir
þyngdarbylgjur sem staðfesta
óðaþensluskeið Miklahvells.

Við Miklahvell varð til
heit og þétt súpa af
róteindum, rafeindum
og ljóseindum.
Þegar heimurinn kólnaði
og þandist út, náðu
róteindir og rafeindir að mynda
vetnisatóm og ljós tók
að ferðast um víddirnar
.

Í kjölfar Hvellsins varð
mishiti í alheimi.
Skammtaflökt myndaðist
og kekkir einda. Gat þá
ljósið fyrst ferðast
óhindrað um alheim.
Misþétt svæði kekkjanna
sköpuðu síðan
stjörnur og vetrarbrautir.


Þessar nýjustu uppgötvanir
í stjarneðlisfræði, (reynist
hægt að staðfesta þær betur),
eru taldar almerkustu
uppgötvanir stjarnvísinda
og skammtaþyngdarfræði
um langt árabil og gætu
átt eftir að kollvarpa
sýn okkar á þróun Alheims
og lífsins sjálfs í fortíð,
nútíð og framtíð.
Og varpa í leiðinni ljósi á
grunnkrafta Náttúrunnar
við geysilega háa orku
og sameiningu krafta.


Á fleygiferð inn í geimöld.
Það er dýnamík
í kortunum og spurning
hvaða áhrif hún hefur
á vöku okkar og drauma;
gæti leitt til umpólunar
þekktra útgangspúnkta
og fært okkur nær skilningi
á tilveru okkar sem stjarnbúa
í ómælisgeimi fleiri stjarnbúa?


*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174  175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA