Nýlega gerðu japanskir
vísindamenn á sviði
svefns og drauma merkar
uppgötvanir þegar þeim
tókst að fanga draummyndir
með heilaskanna, (MRI).
Með því að fylgjast með
sjónsvæðum heilans
á meðan viðföng
voru að falla í svefn,
- milli svefns og vöku
á hinu svonefnda
hypnagogic stigi -,
gátu þeir bæði numið
þær myndir sem fólkið
sá fyrir sér en líka skráð
niður orðræna frásögn
þess af sjónreynslunni.
Vitað er að á þessu
fyrsta stigi svefnsins,
sér fólk fyrir sér ýmist
heilsteyptar eða slitróttar
myndir, flaksandi liti,
jafnvel abstrakt form
og heyrir ýmislegt
og getur reynslan
jafnvel borið
keim af skynvillu.
Telja vísindamenninrir
að draummyndir
á þessu stigi virki sömu
sjónstöðvar heilans
og í vökunni.
Hins vegar er enn
ekki búið að finna
tækni til að mynda
sjálfa draumana,
þær draummyndir
sem fólk sér fyrir sér
á hinu eiginlega
draumstigi svefnsins,
REM; ef það er
þá eftirsóknarvert.
Viss dulúð er jú órofa
hluti draumheima.
Draumstigið eða REM
skiptist á nokkrum
sinnum yfir nóttina,
þegar fólk er vakið
upp af því, kveðst það
hafa verið að dreyma.
Spennandi verður
að sjá framvinduna
í þessum rannsóknum
en stigið milli svefns
og vöku er nú það
draumstig sem menn
beina sjónum helst
að í rannsóknum.
Japanskir draumfræðingar
hafa sótt Ísland heim
og dvöldu m.a. á vegum
Skuggsjár hér á Akureyri
fyrir nokkrum árum.
Og verði þeir þreyttir með liti og ljós
að leika og sveima
við móðurbarm hinnar brosmildu nætur
er blítt að dreyma.
(Tómas Guðmundsson: Dagarnir,
úr Við sundin blá, 1925).
*
|