Sautjándinn runninn
upp enn á ný og óskandi
að þjóðin nái að dreyma
vonbjarta drauma fyrir
heillaríkri framtíð hér
á eylandinu í Norðri.
Allt er afstætt og
breytingum háð eins og
dægursveifla líkamans
sem er háð göngu sólar
og markar tímabil svefns,
draumlífs okkar og vöku.
Margslunginn texti
Júlíusar A. Róbertssonar
Dýrð í dauðaþögn við
lag og magnaðan söng
Ásgeirs Trausta
hefur sannarlega
heillað þjóðina.
Eins konar nútíma
draumsöngur, eða
Íslandsmantra.
Birtum hér eitt versið
í tilefni dagsins og
þeim til heiðurs og
ungu kynslóðinni;
ljóst að bæði það
að semja og syngja
lifir enn góðu lífi
á Fróni hvernig
svo sem allt
veltist og snýst:
Stór, agnarögn,
oft er dýrð í dauðaþögn.
Í miðjum draumi sem heitum höndum vefur,
lengra, hærra á loft nýjan dag upphefur.
Gleðilega þjóðhátíð
með ósk um góða drauma
til handa landi og þjóð!
*
|