Í dag er Dagur Jarðar
haldinn hátíðlegur
um heim allan.
Minnir á sambúðina
við Móður Jörð og
hve mikið við eigum
henni að þakka, og
á mikilvægi þess að
læra að lifa í jafnvægri
umgengni við Náttúruna
og aðrar lífverur.
Á hnignunartímum
verður sambandið firrt.
Hjá Navahóum í BNA
(kalla sig líka the Dineh)
er gjarnan talað um
Beauty Way - Veg fegurðar
sem lýsingu á þeirri
jafnvægu lífsleið að
leggja sig fram um að
lifa í sátt og samlyndi
við Jörðina og sjá
fegurðina við hvert fótmál
og í öllu sem lífsanda dregur.
Í heimsmynd þeirra er allt líf.
Navahóar eru fjölmennasta
þjóð Indíána í dag í BNA og
telja ríflega 300 þúsund
líkt og við Íslendingar
og lifa á verndarsvæðum í
Arizona, Utah og Nýju Mexíkó.
Stórbrotin lönd í nágrenni
Estrella fjallgarðsins
og Gila árdalsins suðvestur
af Fönix í Arizóna, eru dæmi
um svæði þar sem siðir þeirra,
trúarbrögð og lækningar
hafa haldist í aldanna rás.
Samfélag þeirra hvílir
á mæðraveldi.
Þegar að er gáð, þá
er þó nokkuð líkt með
þessari fjarlægu þjóð
og okkur hér á Fróni,
þeir lifa af sauðkindinni,
elska fjöll og hafa á þeim helgi,
og trúa á drauma, fyrirburði
og líf eftir dauðann.
Nokkuð hefur verið um
rannsóknir á draumahefð
Navahóa, einkum drauma
af látnum og drauma í
sorg og sorgarúrvinnslu
og í lækningaskyni.
Vitjunardraumar af látnum
eru þekktir eins og hjá okkur.
Svo segir einn Hatalli (Medicine man)
um Beauty Way í nútímanum:
In the old days
Everything spoke to the Dineh
The rocks, the grass, the trees-
They all taught us
But nowadays
The Dineh have gotten so busy
That the rocks, the grass and
the trees don´t speak anymore
Or maybe the people
have just forgotten how
to listen.
*
|