Forsíđa   

 06.04.2013
 Draumar sem leiđ til vitundarljómunar - og máttur augnabliksins



Búddasiður hefur um
þessar mundir
ómæld áhrif innan
sálfræði Vesturlanda
sem og á hugmyndir
um meðferð - terapíu -
og eflingu lífsgæða
einfaldleika og ástúðar.
Með áherslu á að vera
árvakur
eða mindful
í daglegu lífi og starfi.


Draumar eru ein leið
til vitundarljómunar
(enlightenment) og að
  ná til Óendanleikans
í Búddasið eins og
eftirfarandi vers
gefur til kynna:


So in dreams we cross
the limits of the world
and reach the Infinite.


En draumar til
leiðsagnar og
forspár svo og
táknbirting og
ráðning þeirra
voru einnig snemma
í heiðri hafðir og varð
 til visst túlkunarkerfi
drauma innan siðarins.

Draumur Mayu
móður Búddha
fyrir fæðingu hans
og lífshlaupi varð
 frægur um alla Asíu
fyrr á öldum.
En hana dreymdi
 hvítan fíl vitja sín
- fornfrægt tákn fyrir
 göfugt lífshlaup til
velferðar öðrum -
og sama gilti raunar
um föður hans,
hann dreymdi líka
merka drauma
fyrir fæðingu sonarins.
Og til eru skráðir draumar
frá ungum Búddha
sem hann dreymdi
fyrir köllun sinni.

Búddasiður byggir á
hinum forna Hindúasið
um margt, ekki síst
aldagamalli draumhefð.
En hugmyndin um
að veröldin sé í raun
langur draumur
- draumur Náttúrunnar,
öðru nafni Maya -
sem við eigum eftir
að vakna af, er eitt
meginstef Hindúasiðar.

Í sköpunarsögu Hindúa
leggst guðinn Vishnú
til svefns og frá
draumi hans vaknar
 lífið í þeirri mynd
sem við þekkjum.
Okkar verkefni er svo
að finna leiðina heim
til okkar upprunalegu
andlegu heimkynna.

Á þeirri vegferð
er ljómun vitundar
og vöknun náttúru
- að vakna af
svefninum langa -
 helsta markmiðið.

En gleymum ekki
mætti augnabliksins,
að vera til hér og nú:


Suddenly, inexplicably,
it is as if the chatter
of my thoughts
has subsided into
a quiet still centre.
A feeling of immeasureable
 peace descends,
the certainty that everything
 is as it should be,
that the world is infinite
 in its wonder,
absolute in its harmony,
and that I am cradled
 safely in its embrace.


(Mick Brown, The Spiritual Tourist; 1999).


*





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191  192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA