Búddasiður hefur um
þessar mundir
ómæld áhrif innan
sálfræði Vesturlanda
sem og á hugmyndir
um meðferð - terapíu -
og eflingu lífsgæða
einfaldleika og ástúðar.
Með áherslu á að vera
árvakur eða mindful
í daglegu lífi og starfi.
Draumar eru ein leið
til vitundarljómunar
(enlightenment) og að
ná til Óendanleikans
í Búddasið eins og
eftirfarandi vers
gefur til kynna:
So in dreams we cross
the limits of the world
and reach the Infinite.
En draumar til
leiðsagnar og
forspár svo og
táknbirting og
ráðning þeirra
voru einnig snemma
í heiðri hafðir og varð
til visst túlkunarkerfi
drauma innan siðarins.
Draumur Mayu
móður Búddha
fyrir fæðingu hans
og lífshlaupi varð
frægur um alla Asíu
fyrr á öldum.
En hana dreymdi
hvítan fíl vitja sín
- fornfrægt tákn fyrir
göfugt lífshlaup til
velferðar öðrum -
og sama gilti raunar
um föður hans,
hann dreymdi líka
merka drauma
fyrir fæðingu sonarins.
Og til eru skráðir draumar
frá ungum Búddha
sem hann dreymdi
fyrir köllun sinni.
Búddasiður byggir á
hinum forna Hindúasið
um margt, ekki síst
aldagamalli draumhefð.
En hugmyndin um
að veröldin sé í raun
langur draumur
- draumur Náttúrunnar,
öðru nafni Maya -
sem við eigum eftir
að vakna af, er eitt
meginstef Hindúasiðar.
Í sköpunarsögu Hindúa
leggst guðinn Vishnú
til svefns og frá
draumi hans vaknar
lífið í þeirri mynd
sem við þekkjum.
Okkar verkefni er svo
að finna leiðina heim
til okkar upprunalegu
andlegu heimkynna.
Á þeirri vegferð
er ljómun vitundar
og vöknun náttúru
- að vakna af
svefninum langa -
helsta markmiðið.
En gleymum ekki
mætti augnabliksins,
að vera til hér og nú:
Suddenly, inexplicably,
it is as if the chatter
of my thoughts
has subsided into
a quiet still centre.
A feeling of immeasureable
peace descends,
the certainty that everything
is as it should be,
that the world is infinite
in its wonder,
absolute in its harmony,
and that I am cradled
safely in its embrace.
(Mick Brown, The Spiritual Tourist; 1999).
*
|