Forsíđa   

 21.03.2013
 Jafndćgur á vori og táknbirting vatns í draumlífi og náttúru



Nú hafa jafndægur
á vori staðið yfir og
leiða þau hugann
að umgengni okkar
við Móður Jörð
hér á landinu kalda.
Landinu í brjóstinu
eins og Þóra Jónsdóttir
skáldkona frá Laxamýri
orðar það í bók sinni
Á hvítri verönd frá 1988:



Oft er erfitt
að bera landið í brjóstinu
brimsorfið og veðrað
fátt um afdrep

Jökulkróna þess er þung
hjartað brennandi
birtan skær og nóttin löng
Sagan eins og samgróningur
í brjóstinu

Suma morgna
er sagan og landið
sterk frjáls og gagnsæ
í brjóstinu



Vatn er sterkt tákn
í draumum Íslendinga
og hefur ýmsar merkingar.
Stundum er það táknrænt
fyrir orku, líf og endursköpun
en túlkun hverju sinni fer
þó eftir heildarsamhengi
draums og t.d. litar
og áferðar vatnsins.

Vatn getur því líka verið
viðvörunartákn í draumi.


Við eigum nóg vatn
en förum við vel með það?
Eyðist það sem af er tekið.

Vatnið er holl áminning
til okkar um að við erum
ekki ein í landinu og
það getur gengið til
þurrðar ef okkur auðnast
ekki að læra vissa
háttsemi í sambýli okkar
við íslenska náttúru.

Í tungutaki okkar
 er orðalag eins og
lífsins lindir og
innri uppsprettur
eða lindir sálarinnar,
og þá vísað til hins innra
lífselixírs sem vatnið

er táknbirting fyrir
bæði í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu.


Vatnið er undirstöðu-
orkulind vistkerfa Jarðar
og um leið lykileining
í sálarlífi okkar og raunar
er stór hluti líkamans
vatn líka enda brýtur
það sér óhindrað leiðir
 inn í draumlífið.
Með áhrif á alla okkar
veru og um leið vistfræði
umhverfisins sem við erum
háð um afkomu og velferð.
Hugtakið sem heyrist æ
oftar  í þessu samhengi
 er eco-consciousness
(eco
eins og í ecology-
vistfræði)
og mætti etv.
 þýða sem vistvitund.

Að rjúfa grið við
helgi vatnsins
og sálarinnar, er
ávísun á firrta tilveru.
  Ef við tengjumst 
lítt okkar innra lífi,
- teljum drauma
t.d. bara bull -,
þá er viðbúið að við
uppskerum firringu í
tengslunum við
okkur sjálf og aðra,
við náttúruna og öfugt.


Kannski ein ástæða þess
hvernig komið er fyrir okkur:
að hafa misst tengslin við
vatnið og draumana?



*
.


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193  194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA