Skuggsjá óskar
landsmönnum
nær og fjær
blessunar á nýju ári
með kæru þakklæti fyrir
samstarfið á gamla árinu.
Árið 2013 er
afmælisár Skuggsjár
sem nú fagnar
10 ára starfsemi.
Áfram er unnið að
breytingum yfir í
Draumfræðistofnun Íslands.
Í launhelgum draumum
Móður Jarðar lifir
vonin um betra líf
öllum til handa.
Ef við aðeins
leggjum við hlustir
og lærum af öllu
sem lífsanda dregur.
Kemur ekki bara
af sjálfu sér.
Eða eins og
Snorra Hjartarsyni
farast orð í ljóði sínu
Inn á gæna skóga
frá árinu 1966:
Ég vil hverfa langt
langt inn á græna skóga
inn í launhelgar trjánna
og gróa þar tré
gleymdur sjálfum mér, finna
ró í djúpum
rótum og þrótt
í ungu ljósþyrstu laufi
leita svo aftur
með vizku trjánna
á vit reikulla manna.
*
|