Tæp 30 ár eru nú liðin
frá fráfalli bandaríska
arkítektsins og
uppfinningamannsins
R. Buckminster Fuller
sem setti fram merkar
hugmyndir um Jörðina
sem lifandi heild
og hugleiddi samband
manns og Alheims.
Taldi að allt væri tengt
á ytra sem innra byrði
og að við værum
kosmískt þróunarferli,
þróunarsögn Alheims:
I live on Earth at present, and I don´t know what I am. I know that I am not a category. I am not a thing-a noun. I seem to be a verb, an evolutionary process- an integral function of the universe.
Margir kannast við
kúlúhúsahönnun Fuller
- biosphére - sem styrkjist æ
betur eftir því sem húsin
stækka meir, sbr. hið fræga
Biodome í Montréal.
Nokkur smá kúluhús
hafa risið hér á landi.
Heimsfræðikeninngar
Fuller rifjast upp í dag
þegar giftusamlegri
lendingu Curiosity
geimkönnunarjeppans
er lokið á Mars.
Vekur spurningar um
hvað Curiosity muni
flytja okkur jarðarbúum?
Hvort sýn okkar á sjálf
okkur og líf í Alheimi
muni verða umbylt?
Fuller átti sérstætt lífshlaup
og var mikill spekúlant
á mörgum sviðum.
Ekki þó tekið út þrautalaust
en sem ungur maður
og tveggja barna faðir,
fór hann í gegnum
miklar hremmingar í
Kreppunni miklu í BNA
og missti á sama tíma
aðra dótturina úr mænusótt.
Sagði sjálfur að þessi
erfiða og lífsbreytandi
reynsla hefði orðið til þess
að hann fór að huga
að þróun mannsins
og tilvist hans á
Jörðu og í Alheimi.
Fuller velti m.a. vöngum
yfir svefni og draumum
og gerði tilraunir á sjálfum
sér í sambandi við
svefnferla og svaf þá
2 tíma í senn og vakti á milli.
Allt skráði hann á dagbækur
og eru þær nú varðveittar
(fleiri kíló) í Stanford háskóla.
Þá var tíminn honum
hugstæður; bar t.a.m.
ætíð 3 úr á sér þar sem
hann ferðaðist mikið
á milli tímabelta.
Tíminn kom líka
eftirminnilega við
sögu - hreint
ótrúleg tímasetning -
er Fuller kvaddi
lífið en hann dó
á dánarbeði eiginkonu
og dyggs förunautar,
Anne Hewlett.
Þegar hún rænulítil,
náði að þrýsta hönd
hans í kveðjuskyni,
hrópaði hann
í undran upp yfir sig:
hún þrýsti hönd mína,
fékk hjartaslag og dó.
Anne dó svo rúmum
sólarhring síðar.
Nú er bara að vona
að siglingahandbók
Jarðar reynist til
þegar geimskipið Jörð,
sem Fuller kallaði svo,
siglir áfram á vit
ævintýra um víðan geim
- og að draumsögnin lifi
um heima og geima.
*
|