Nú er framundan
þverganga Venusar
þegar hún sveipast
skikkju sinni og kastar
kyngimögnuðu augliti
sínu þvert yfir sólu.
Gimsteinn í kvöldsólinni.
Þessi sjaldséði
gjörningur
Ástarstjörnunnar
hefst uppúr kl. 22
í kvöld og stendur
næstu 6 tíma á eftir.
Er Ísland eina land
heimsins þar sem
bæði verður hægt
að sjá upphaf
göngunnar og endi
ef veður lofar.
Og raunar eina skiptið
á ævi núlifandi
Íslendinga
sem unnt verður
að berja þetta merka
himnaspil augum.
Ígrundun vöku og
drauma opnar
innri himinsjónir;
að læra að sjá
með hjartanu
ævilöng þjálfun.
Leið til að hjúkra
sálinni til bata
og finna sitt heima.
Í þessu augnamiði
þarf að horfa bæði
inná við og uppá við.
En fornþjóðir eins og
Egyptar trúðu því að í
gegnum slíka tengingu
mætti ferðast um
himingeima og vera
í föruneyti sólguðsins
á næturgöngu hans
í gegnum ríki dauðra
til nýrrar dögunar,
nýs upphafs.
Indverska skáldið Kabír
talaði um hjartað
og hulin auð þess
í hinum svokallaða
mystíska gimsteini,
leiðarhnoðinu
fyrir ferðalagið
heiman og heim.
Þessum óbrotna
vefara frá elstu
borg heims Benares
- nú Varanasi -
tókst fyrir 500 árum
með ljóðsöngvum
að tengja í fágæta
heild ýmsa visku úr
siðum hindúa,
múslima og kabbalista.
Slíkt samtal siða
og siðmennta
þarf að stórauka.
Samtal um drauma
og mystíska reynslu
er góð byrjun.
Alla dreymir og
mystísk eða upphafin
einingarkennd með
náttúruni t.d. er óháð
því hvort fólk telur
sig trúað eður ei.
Bengalska nóbelskáldið
Rabindranath Tagore
þýddi söngva Kabír
og gaf út á bók
Songs of Kabir
árið 1915.
Þar segir í söng
númer LXXII:
The jewel is lost in the mud, and all are seeking for it. Some in the water and some amongst stones.
But the servant Kabir has appraised it at its true value, and has wrapped it with care in the
end of the mantle of the heart.
*
|