Til forna var litið á drauma
sem annað hvort tjáskipti
við æðri máttarvöld
eða skilaboð
frá guðdóminum.
Þekktur er draumur
Jakobs af himnastiganum
er hann var á leiðinni
frá Berseba til Haran.
Jakob lagðist til svefns
með stein undir höfði,
þreyttur og angurvær
en vaknaði endurnærður
og glaður eftir
magnaða draumsýn.
Fékk hann ákveðin svör
í draumnum sem gerðu
samband hans við Guð
dýpra og persónulegra.
Draumur hans
af himnastiganum
var á þessa leið,
skv. Jeremía:
Og sjá, hann sá stiga á jörðu sem náði upp til himins alla leið inn í himininn, og sjá, englar guðs fóru upp og niður hann.
Margir nútíma draumfræðingar
eru í stórum dráttum
sammála Biblíunni
og öðrum trúarritum
um að sumir draumar
séu skapaðir af guði eða
öðrum yfirskilvitlegum öflum.
Aðrir efast um slíkt líkt
og Aristóteles forðum.
Þessir fyrrgreindu fræðimenn,
sbr. bandaríska guðfræði-
prófessorinn Kelly Bulkeley,
telja að hlutverk sumra drauma
sé að varða veginn fyrir
einstakling og samfélag;
að draumar feli í sér
möguleika til að endurnýja
þrek og þor og stuðla að nýrri
umbreytingu í samfélaginu.
Í anda páska og upprisu.
Þú skalt vera stjarna mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur
ég geng í geisla þínum
og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum.
(Ragnhildur Ófeigsdóttir, 1996,
úr Andlit í bláum vötnum).
'
|