Frægasta fornsaga
Austurlands,
Hrafnkels saga
Freysgoða,
hefst á draumi.
Segir frá draumi
Hallfreðs, föður
Hrafnkels,
sem nýfluttur
er til búsetu
við Lagarfljót.
Er þetta á dögum
Haraldar konungs
hárfagra í Noregi:
Þar liggur þú, Hallfreður, og heldur óvarlega. fær þú brott bú þitt og vestur yfir Lagarfljót; þar er heill þín öll.
Hallfreður tekur mark
á viðvörun draumsins
og flytur bú sitt.
Sama dag fellur
skriða á fyrri hýbíli
og eyðileggur
svo og gripi alla.
Hrafnkell gerir bú sitt
að Aðalbóli á Jökuldal.
Hann ann goða mest
frjósemisgoðinu Frey
- (Yngva-Frey) -
og helgar honum
sinn dýrasta grip,
brúnmóálótta hestinn,
Freyfaxa.
Af tryggðarbandi
Hrafnkels við Frey,
hlýst af atburðarás
Hrafnkelssögu í kjölfar
vígs Hrafnkels
á smalamanni sem
vanhelgar boð hans
varðandi Freyfaxa.
Fer svo að Hrafnkell
þarf að yfirgefa Aðalból
og flyttur á Lokhillu,
bú eitt snautt
við Jökulsá í Fljótsldal.
En þar tekst honum
af dugnaði og
hyggindum að koma á
búshægindum góðum
sem flytjast síðar
neðar með Lagarfljóti.
Verður Héraðið nú
rómað fyrir velsæld.
Á nýliðinni
Kyndilmessu
komst þessi
fyrrum bústaður
Hrafnkels,
Hrafnkelsstaðir
í Fljótsdal,
í heimsfréttirnar.
Ábúandi þar
hafði fest á filmu
undarlegt fyrirbæri
í Jökulsánni sem
virtist synda upp
í strauminn.
Hvað sem hér
reynist á ferðinni,
þá er kastljósið
á Hrafnkelsstaði,
Jökulsá og Lagarfljót,
búsæld veraldar
sem var, og því miður
núverandi eyðingu.
Um þesar sömu mundir,
setur Framtíðarlandið
í loftið endurbætta
og upplýsandi vefúgáfu
af Náttúrukorti Íslands.
Innilega til hamingju
með þetta góða
og gegna verk!
Íslenska þjóðin
hefur stundum verið
kennd við Ynglinga,
afkomendur
Yngva- Freys.
Hún þarf sannarlega
á því að halda
að dreyma saman
í auðmýkt fyrir
sköpunarverkinu
nýja framtíð.
Öðlast skilning
á ábyrgð sinni
gagnvart landinu og
komandi kynslóðum.
Á Náttúrukortinu
má sjá í bland
myndir og texta,
fróðleik um
verndunarkosti,
nýtingu og virkjanir
þar sem saman
er fléttað jarðfræði,
sögu og menningu.
Sjá nánar á
www.framtidarlandid.is
|