Á Kyndilmessu 2012
fagnar sálfræðistöðin
Strönd akademía
10 ára afmæli.
Strönd er elsta
starfandi sálfræðistöðin
í eigu konu
á landsbyggðinni.
(Sjá nánar um Strönd
og eiganda hennar
á forsíðu Skuggsjár
undir tenglinum
Um okkur).
En Strönd kom
að undirbúningi
draumasetursins
á sínum tíma
og hefur alla tíð
síðan stutt
dyggilega við
verkefni Skuggsjár.
Líta má á
Ströndina
sem táknbirtingu
fyrir hin ýmsu
vitundar- og
veruleikasvið
mannlegrar tilveru.
Tengir við náttúruna
sem við erum
öll hluti af og
þá kyrrð sem
nauðsynleg er
í allri sálrænni
íhugun og
umbreytingu
í kjölfar umróts
og þróunar.
Strönd
fótspor af fugli í spori mannsins
sær
(Thor Vilhjálmsson,
úr Snöggfærðar sýnir,1995).
|