Sólin sýnir kúnstir sínar
þessi dægrin með
sólgosum, sólblossum,
segulstormum og
afleiddri norðurljósafjöld
hér á Norðurslóð.
Fyrirbæri þessi kallast
kórónuskvetta sólar
og hafa tilkomumikil áhrif
á það himinhvolf sem
við fáum barið augum
hverju sinni.
Minnir á hve sá alheimur
sem við erum hluti af
hefur á sér yfirbragð
almyndar - holograms -
og að sólin fylgi okkur
í blíðu og stríðu eins og
sést á dægursveiflu
manna og dýra
í svefni og vöku.
Ekki að ósekju að talað
sé um multiverse í sama
vetfangi og universe,
og kallar á margháttaða
enduskoðun vísinda,
þ.m.t. sálar- og draumfræða.
Kannski áttum við okkur
ekki á hve tíminn
sem við höfum er
dýrmætur og kvikur
- stundum raunar hvikur -
og tilveran um leið
afstæð hér í
landinu góða sem á
á hættu að verða
það Eyðiland sem
breska nóbelskáldið
T.S. Eliot kallar svo
í frægum ljóðabálki.
Tími til að vakna og
hefjast handa við
gróskumikla uppbyggingu,
fá risið úr auðnarlegri
hnignun núveruleikans.
Do I dare Disturb the universe? In a minute there is time For decisions and revisions which a minute will reverse.
(T.S. Eliot, the Love Song of J. Alfred Prufrock, 1920).
'
|