Síðla nóvembermánaðar
var nýjasta kvikmynd
Davids Cronenbergs
- A Dangerous Method -
frumsýnd í bíóhúsum.
En hann er m.a.
hvað þekktastur
fyrir myndirnar
A History of Violence
og Eastern Promises
sem báðar skarta
leikaranum og
Íslandsvininum
Viggo Mortensen
í aðalhlutverkum.
Í þessari nýjustu mynd
er umfjöllunarefnið
samspil Freud og Jung
við upphaf og þróun
sálgreiningar sem
nýs meðferðarforms:
að tala við skjólstæðinga
í andlegri nauð
þeim til sáluhjálpar;
kafa í leiðinni
djúpt í sálarlífið
eftir skýringum
á hegðan og líðan.
Mortensen leikur Freud
en Michael Fassbender
leikur hinn unga Jung
og Keira Knightley
skjólstæðing þeirra,
hina rússnesku Sabinu
sem þjáð er af sefasýki.
Myndin fjallar um
samskipti þessara
þriggja persóna og
þann aðskilnað sem
síðar varð á milli Freud
og Jung vegna ólíkra
áherslna á hin dýpri
svið mannsandans
og hugmyndir um
nálgun í meðferð.
En Jung tók mið af
andlegum sviðum
tilverunnar og þrá
mannsins eftir heildun - individuation -
sameiningu við
sitt innsta eðli
og Alheimsins.
Báðir lögðu þeir Freud
og Jung grunn að
nútíma draumfræðum
enda þótt nálgun þeirra
væri um margt ólík.
Og tóku báðir að skrá
drauma sína ungir.
Samtímamaður þeirra
og faðir bandarískrar
sálfræði, William James,
sem einnig lagði grunn
að nútíma draumfræðum,
var varkár í umfjöllun
sinni um sálgreiningu.
Frá honum er raunar
titill myndarinnar fenginn
A Dangerous Method.
Verður spennandi
að berja þessa
tímamótamynd
augum í íslenskum
kvikmyndahúsum
á nýju ári og fagna
um leið svo frábæru
framtaki á sviði
sálfræða og
kvikmyndalistar.
'
|