Stjörnu-Oddi frá
Múla í Aðaldal
- Oddi Helgason -
var best þekkti
raunvísindamaður
Íslendinga á miðöldum,
uppi á fyrri hluta 12. aldar.
Er hin fræga Odda tala
við hann kennd
sem segir til um
gang sólar og tímatal
á Norðurslóð
og sæfarendur sigldu
eftir yfir úthöfin;
gátu vitað í hvaða átt
dagur kom upp og settist.
Segir frá Odda í
Íslendingaþættinum
Stjörnu-Odda draumur
sem m.a. hefur
varðveist í Rímbeglu
og Hauksbók.
Vísindi Odda byggðust
á stjörnuathugunum
í Múla og úti í Flatey
hvar fjallahringurinn skóp
náttúrulegan mælikvarða
á hæð sólar við uppkomu,
í hádegisstað og sólsetur,
og göngu tungls.
Reiknaði Oddi út
af mikilli nákvæmni
hvenær sólhvörf
verða á sumri og vetri
og stefnuna til
dögunar og dagseturs
og hvernig hún
breytist yfir árið.
En vísindi Odda byggðu
líka á ferðum hans
á draumþing mörg.
Sótti hann sér þekkingu
í draumkenndri
leiðslu svefnsins
og ferðaðist um
lendur draumheima
sem hliðarsjálfið/
draumsjálfið Dagfinnur.
Í Stjörnu-Odda draumi
er sagt frá
leiðsluferðum
Odda/Dagfinns
á vit konunga
og fyrirmenna
á Gautlöndum
í Svíþjóð.
Ber frásagan
nokkurn keim af
fornaldarsögum
Norðurlanda,
s.s. Völsungasögu
og Örvar-Odds sögu
eins og hvað varðar
valdatafl höfðingja,
hetjur og berserki,
ráðabrugg og fjölkynngi,
skjaldmeyjar og valkyrjur.
Er Dagfinnur þar
ýmist skáld,
liðsmaður konungs og
skipstjórnarmaður
eða bónbiðill
konungsdóttur:
Þar var í ferð með konungi Dagfinnur skáld. En í ofangöngunni til skipanna þá varð sá atburður er geta verður, þó að lítils
vægis þyki vera, að losnaði skóþvengur Dagfinns skálds. Og síðan bindur hann þvenginn og þá vaknaði hann og var þá Oddi, sem von var, en eigi Dagfinnur.
Eftir þennan fyrirburð gekk Oddi út og hugði að stjörnum sem hann átti
venju til jafnan
er hann sá út um nætur þá er sjá mátti stjörnur.
Nú í vetur er unnið
að heildarútgáfu
á draumaverkefnum
Skuggsjár í Eyþingi
síðustu misserin
á sviði vísinda-og
menningarmiðlunar.
Um er að ræða
verkefni eins og
Draumar í þjóðtrú
og þjóðmenningu;
Draumar á safni;
Á draumaslóð: fornsögur og draumar;
Drauma Jói og barnadraumar;
Lesið í náttúru og drauma: draumar sjómanna og bænda,
og Á tali við ána.
Til heiðurs Odda og
fræða hans, bæði á sviði
raunvísinda og
sálfræða/drauma,
hefur væntanleg bók
hlotið nafnið
Dagfinnur á draumþingi.
'
|