Fyrsti Vetrardagur
lofar góðu um
næstu mánuði
ef marka má stillt
og gott veður dagsins
en gömul hefð er fyrir
því að spá fyrir um
vetrarveður þennan
fyrsta dag vetrar.
Veðurklúbbar landsins
á Dalvík og Hellu
spá vindasamri tíð
til jóla en snjóléttri
og byggja spá sína
m.a. á draumum
sem þeim hafa
gengið undanfarið.
Gott ef satt reynist,
og megi draumþing mörg
á komandi vetrarnóttum
reynast landanum vel.
Laxáin streymir áfram
sína leið eins og ekkert
hafi ískorist hvorki
þennan dag né annan,
þessa heims né annars.
Eins og fjólublár draumur.
Áin hefur nú alið af sér
eitt góðskáldið enn,
Sindra Freyson,
ættaðan frá
Haga í Aðaldal
sem nýverið hlaut
bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar
fyrir ljóðabók sína
Í klóm dalalæðunnar.
Seldist bók Sindra
um dalinn góða
og ána óræðu
upp á methraða:
Enginn á dal;
dalurinn er
bamafullur af ljósi
hvar dalalæðan læsir klónum í grunlausan heim
og hestar drekka
himin úr á.
Að leikslokum er náttúran eini sigurvegarinn.
(Sindri Freysson, Í klóm dalalæðunnar;
Veröld, 2011).
'
|