Forsíđa   

 10.07.2011
 Draumurinn lifir af öll kerfi og skapar nýja framtíđ



Nýverið lauk afar
velheppnaðri IASD
draumaráðstefnu
í Rolduc í Hollandi
þar sem m.a. var
fjallað um hvað er
líkt og hvað ólíkt í
draumamenningu
hinna ýmsu þjóða.
Yfirskrift ráðstefnunnar
var Dreams and
Cultural Diversity
.

Næsta ráðstefna
verður haldin að ári
við hinn fagra
Marinaflóa í
Berkeley, Kaliforníu.
Þemað þá verður
Sailing on the
Sea of Dreams.

Fyrirlestur Skuggsjár
í Rolducklaustrinu
fjallaði um drauma
í Íslendingasögum
einkum Laxdælu
og Sturlungu.
Um draumahefð
okkar í aldanna rás
til dagsins í dag
og sérstæði hennar í
alþjóðlegum samanburði.
Var fyrirlesturinn
hljóðritaður og hægt
að panta hjá asdreams.org
Ennfremur mun hann
birtast í haust/vetur
sem tímaritsgein og
verður tilkynnt nánar.

Var m.a. lagt út frá
kenningu Íslandsvinarins
Gabriel Turville-Petre
sem taldi að
á umbrotatímum,
lifði draumurinn af
umrót og breytingar
í bæði trúarkerfum og
stofnunum samfélagsins;
leiddi þróunina til
nýrrar framtíðarsýnar.


G. Turville-Petre
var um langt árabil
prófessor við Oxford
í norræni forntungu
og fornbókmenntum
og hafði hlotið þjálfun
hjá J.R.R. Tolkien
í Christchurch,
höfundi Hobbitans
og Hringadróttinssögu
sem mjög hafði
hrifist af hinum
íslenska sagnaarfi.

Turville sótti Ísland
oft heim og var
mjög heillaður af
draumahefð landans
og þróun draumtákna.
Hann skrifaði um þau
merkar greinar eins og
þau birtust bæði
í yngri sem eldri
íslenskum heimildum,
s.s. í fornsögunum
og Biskupasögum.
Og síðar í þjóðsögum,
ýmsum þjóðháttum
og draumasöfnum.


Vildi hann meina að
aldagömul dultrú
og dulhyggjuhefð
byggi að baki
margra draumtákna.
Ennfremur taldi hann
enga þjóð í Evrópu
jafnast á við hina íslensku
þegar kom að draumum
og draumtáknum.


Eigum við Turville
sannarlega mikið
að þakka varðandi
kynningu og verndun
á hinni sérstæðu
draumamenningu okkar.

Að ógleymdu því
að benda á skapandi
möguleika draumsins
sem fær okkur til að
dreyma nýja framtíð.


'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235  236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA