Forsíđa   

 22.05.2011
 Andleg iđkun - heilandi máttur slökunar, djúpsvefns og draumúrvinnslu



Margt í hinni fornu bænahefð
hér á landi og í Evrópu
miðaðist að því
að lægja öldur hugans
og koma á tengingu við
dýpri svið vitundarinnar.

Hin sálfræðilega hlið
andlegra iðkana eins og
 hugleiðslu og bænar,
hefur nú aftur verið
tekin til skoðunar.
Hvað nákvæmlega
gerist, er þó enn í dag
 viss leyndardómur.

Víða um lönd er nú talið
að bæn, hugleiðing
eða önnur andleg
eða trúarleg iðkun
hafi jákvæð áhrif
á meðhöndlun sjúkra.
Vísindalegar rannsóknir
t.a.m. við Læknadeild
Harvardháskóla,
hafa staðfest þetta.

Nú er stödd hér á landi
Elizabeth Blackburn,
nóbelsverðlaunahafi
í læknisfræði.
En hún hefur sýnt fram á
skaðlegar afleiðingar
streitu á litningaenda og
hugsanlegan orsakaþátt
í ýmsum sjúkdómum,
s.s. krabbameinum í brjósti.

Hér er átt við bruna
í taugaendum;
afleiðingin er slit
og minnkuð færni tauga
til að starfa eðlilega.
Heilbrigður lífsstíll,
omega 3 fitusýrur
- lýsið okkar góða -
og holl heyfing er
lykilatriði í heilsueflingu
á þessu sviði,
að mati Blackburn.

Þessu til viðbótar
mætti nefna mikilvægi
slökunar og djúpsvefns og
þeirrar sálrænu úrvinnslu
sem draumar geta
verið farvegur fyrir
og er nauðsynleg fyrir
endurnýjun sálarkrafta.

Vitað er að ýmis
heilandi hormón,
leysast betur úr læðingi
í slöku ástandi
og djúpsvefni.
Þetta gerist eftir því
sem hægir á heilabylgjum.
Er þar helst að nefna
vaxtarhormónið sem bæði
hefur áhrif á vöxt og þroska
barna og ungmenna
en hefur líka áhrif á
öldrunarferli líkamans
á síðari æviskeiðum.

Í könnun Skuggsjár 2003,
var m.a. spurt um
andlega iðkun og trú;
var fólk spurt hvort það
tryði mikið, lítið eða ekkert
á mátt bænarinnar.
Í ljós kom að um 66%
svöruðu afgerandi jákvætt
og um 10% hvorki né.

Djúp slökun getur fengist
í gegnum bæði
hugleiðslu og bæn
- hér er ekki verið
að prédika
ákveðin trúarbrögð -
sem síðan hefur áhrif
á heilabylgjur og
starfsemi miðtaugakerfis
og þar með
vitundarástand í vöku.
Ennfremur á gæði
svefns og drauma.
Allt eflir þetta lífsgæðin
og hæfnina til að takast
á við lífsbaráttuna.
 
Sofið vel og
dreymi ykkur vel!

Varðandi stórtíðindi
gærdagsins:
megi eldgosið
í Grímsvötnum,
fara mildilegum
höndum um
ábúendur á svæðinu,
land og þjóð og
hinn stærri umheim.

Talandi um mátt
bænarinnar, þá er
óbilandi bænakraftur
eldklerksins berdreymna,
séra Jón Steingrímsson,
einstakur vitnisburður um
mannlega þrautseigju
í hildarleik Skaftárelda
á ofanverðri 18.öld
sem upphaflega
voru tilkomnir
vegna kvikuinnskots frá
Grímsvatnaeldstöðinni.

En Skaftáreldar 
höfðu afgerandi áhrif,
 ekki bara hér heima
heldur í Evrópu og víðar;
líkast til hafði Eldhraun
- þetta þriðja stærsta hraun
sem runnið hefur
frá lokum Ísaldar -
og eitruð móðan frá gosinu
í Eldborgunum, (Laka),
afgerandi söguleg örlög
í för með sér fyrir þjóðir
Evrópu og Ameríku.
Nú varð að hugsa
margt uppá nýtt
og heimssagan
ekki söm á eftir.

.
'



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239  240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA