Hugurinn er hjá Japönum
vegna hamfaranna
föstudaginn 11. mars sl.
vegna stórskjálfta
upp á 9 á Richter
með afdrifaríkri
flóðbylgju - tsunami -
sem hæst náði 10 metrum
og tilheyrandi aurskriðum.
Sem því næst fór
í slota yfir Kyrrahaf
allt að vesturströnd BNA.
Manntjón sem og
annað tjón
mest í Japan
en þó enn óvitað.
Þessu til viðbótar
yfirvofandi ógn
frá þarlendum
kjarnorkuverum.
Leiðir hugann
að borgum og
byggðum heimsins
og byggingarlagi
sem víða er ótraust
og má lítið út af bera.
Söfnunarsími Rauða krossins
fyrir Japan er 904 1500.
Japanir hafa farið
í gegnum
margar eldskírnirnar
í aldanna rás
eins og stóra skjálfta
yfir 8 á Richter
og vandað til traustleika
bygginga og mannvirkja.
Tókíó var fyrr á öldum
ein fjölmennasta
borg veraldar.
Og er enn í dag
sú þéttbýlasta með
um 13 milljónir íbúa
og ásamt með
nærliggjandi svæðum
yfir 35 milljónir íbúa.
En trjáborg hinna
þúsund Búddha,
hin græna Sendai,
hvar stóri skjálftinn
átti nú upptök sín,
er norðaustur af Tókíó
og var upphaflega
valinn staður
vegna greiðfærðar
við stórborgina.
Lengi vel gekk Tókíó
undir nafninu Edo
- við flóann -
eða allt frá byrjun
17. aldar til
miðrar þeirrar 19.
að tímar breyttust
með nýjum herrum
og stjórnskipan.
Ljóðahefð Japana er
einstök og draumkennd
sbr. hækurnar margrómuðu;
söngvar fyrir svefninn
og sérstæðar vögguvísur
eru einnig stór hluti
menningarhefðar
í fortíð og nútíð.
Vöggusöngur Edo - Edo lullaby
eða Edo komoriuta
birtist hér á engilsaxnesku
og er eftirfarandi:
Huhsabye, Huhsabye! My good Baby, sleep!
Where did my boy´s baby-sitter go?
Beyond the mountain, back to her home.
As a souvenir from her home, what did you get?
A toy drum and a sho flute.
|