Nútíminn með hraða sinn
og óhóf neysluhyggjunnar
verður gjarnan til þess
að fólki finnst það
missa tengslin
við sinn innri mann;
það upplifir firringu.
Sjálfsrækt og terapía
sem felur í sér
minningavinnu
með drauma
getur reynst hjálpleg
til að endurnýja
tengslin inn á við
þannig að fólki komist
aftur í snertingu við
rætur sína,
sitt innra rann.
Í slíkri minningavinnu
með drauma
er byggt á eins konar
draumleiðslutækni
þar sem viðkomandi
vinnur t.a.m.
í tímalínu með
ákveðin tímabil
eða þemu og atvik
úr lífshlaupi sínu.
þegar lagst er til svefns,
íhugar dreymandinn
að leita í
sjóð minninganna,
dreyma ákveðna reynslu
í þeim tilgangi
að tengjast
sjálfum sér betur.
Í leiðinni auka
jafnvægi sálarlífsins
og opna á nýja
hugsun og þróun.
Í bók Isabel Allende
Dóttir gæfunnar
frá árinu 2000,
er minningavinnu
söguhetjunnar með
bernsku sína
fyrir tilstuðlan
draumreynslu
og ákveðinnar
lærðrar draumtækni,
lýst eftirminnilega:
Í vöku var ekki auðvelt að henda reiður á neinu í þessari gríðarlegu óreiðu en henni tókst það ævinlega í svefni, eins og Mamma Fresía hafði kennt henni á mildum nóttum bernskunnar þegar útlínur raunveruleikans voru aðeins
fíngerðar strokur í daufum lit.
Hún hélt
á vit draumanna um fjölfarinn veg og sneri aftur af mikilli gætni svo að viðkvæmar sýnirnar hyrfu ekki þegar þær bar við óvægið ljós meðvitundarinnar.
Hún treysti á þessar ferðir líkt og aðrir treysta á tölur...
'
|