Gleðilegar sumarsólstöður! 
Þær heilsa óvenju 
sólbjartar og vondjarfar 
á ströndinni við ysta haf. 
 
Og Jónsmessan  
á næsta leiti en þá 
hefst fyrsta ráðstefna  
evrópskra draumfræða 
í miðaldaklaustrinu  
fornfæga Rolduc 
í landi túlipana og 
drauma, Hollandi. 
 
Fyrirlestur Skuggsjár 
mun fjalla um  
íslenska draumahefð, 
m.a. út frá draumum  
og forspám í Laxdælu. 
 
Í Laxdælu er líka 
merk táknfræði 
sem um sumt minnir  
á evrópskar miðalda 
bókmenntir þar sem  
kyngimögnuð sverð  
koma mjög við sögu  
eins og í Bjólfskviðu, 
riddarasögum af  
Arthúri konungi  
og köppum hans, 
og í Parsifal og  
leit hans að  
Gralinu helga... 
 
Í Laxdælu má t.a.m. 
finna frásögnina af 
hinu dulmagnaða  
sverði Sköfnungi  
sem fylgdi Gelli, syni  
Guðrúnar Ósvífursdóttur 
og Þorkels Eyjólfssonar, 
allt í dauðann.  
 
En Gellir er talinn  
grafinn ásamt  
Sköfnungi í  
nágrenni Hróarskeldu 
ekki ýkja langt frá  
haug Hrólfs kraka  
Danakonungs 
sem um getur  
í Bjólfskviðu  
og sverðið fylgdi 
upphaflega.  
.  
Hvað erindi skyldi  
Sköfnungur hafa átt  
á Íslandi og því gerir  
höfundur Laxdælu  
svo mikið úr þætti  
hans við sögulok? 
 
Sannarlega ekki  
allt jafn augljóst  
og við fyrstu sýn 
líkt og ósjaldan 
gerist með drauma. 
 
' 
 
 
 
  
			 |