Vetrarsólstöður - hvörf vetrarsólu -
þetta árið eru afar sérstæðar
þar sem þær ber upp á
fullt tungl og almyrkva.
Var almyrkvun tungls sýnileg
víða um land snemmorguns
og tilkomumikil.
Gladdi magnað himnaspil
tungls, sólar og jarðar
mannabörnin stór og smá
er rauðgul jólakúla lýsti
í myrkviðinum.
Seint gleymist sólarkoma eftir svartasta skammdegi:
gulir eldar við efstu fjöll.
(Hannes Pétursson,
Fyrir kvölddyrum, 2006).
'
|