Fullveldisdagurinn á Fróni
skartar óvenju fögru bjartviðri víða um land.
Lofar góðu um stjörnuskin kvölds og nætur,
þ.e.a.s. ef við höfum fyrir því að líta upp!
(Og raunar ekki að vita hvað leynist þar úti,
eða hið innra, eftir því hvernig á er litið).
Á þessum tímamótum
er sérstök ástæða til að fagna kjöri
25 þingmanna á fyrsta stjórnlagaþingið
í sögu okkar unga lýðveldis.
Þeirra bíður nú það vandasama verk
að koma fram með tillögur
að löngu tímabærri
endurskoðun stjórnarskrárinnar,
þessara æðstu laga lýðveldisins
sem öll önnur lög
landsins verða að hlíta.
Miðað við manngerðar hamfarir
Hrunsins og þungbæran eftirleikinn,
þá er ekki að furða þó vonarbirtan
fari dofnandi hjá landanum
og draumar svefns og vöku
reynist martraðarkenndir.
En:
Jafnvel þótt slokkni á heiminum,
eins og Ísak Harðarson
yrkir svo eftirminnilega
í bók sinni Rennur upp um nótt
frá 2009, nú tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs,
þá erum við logandi sólir
sem rennum upp um nótt
- aldrei skærari en um niðdimma nótt:
Við erum lítil börn undir stórum himni - og enginn veit nema lítil börn og indíánahöfðinginn Stóri himinn af hverju öll jörðin er ein logandi kvika
og af hverju Ísland er eins og hjarta í laginu...
'
|