Forsíđa   

 25.10.2010
 Leiđslubókmenntir: Gleđileikurinn guđdómlegi á Fróni




Eitt merkasta draumleiðsluverk allra tíma,
Gleðileikurinn guðdómlegi
- La Divina Commedia -
eftir Dante Alighieri, (1265-1321),
í þýðingu Erlings E. Halldórssonar,
er nú komið út hjá Máli og Menningu.
Mikill ritfengur og gullfalleg 
þýðing í óbundnu máli.

Þessi lausamálsþýðing Erlings
yfir á okkar ástkæra, ylhýra
er raunar það besta sem sést
hefur um langt árabil,
að mati okkar hjá Skuggsjá.
Allir sem vilja endurnýja
kynnin af þjóðtungunni,
eru hvattir til að lesa og
um leið ferðast með Dante
um draumlendurnar í
heimsmynd Miðalda.

Tónn leiðslunnar er sleginn
þegar í byrjun I. þáttar þegar
Dante lýsir - drungaður svefni -
skóginum í brjósti sjálfs sín,
og hefur draumkennda ferð sína
um lendur Vítis, Hreinsunarelds
og Paradísar:


Miðja vegu á vorri ævigöngu
rankaði ég við mér í dimmum skógi,
því ég hafði villst af veginum
sem liggur beint.


Leiðslukenndar sýnir Dante og
leiðsögumanna/kvenna hans,
(jafnt í vöku sem draumi),
koma víða við sögu.

Í XXVII. þætti sér Dante Leu
í hinum þriðja spádraumi sínum.
En Lea og Rakel, systir hennar,
vörðuðu leiðina makalausu til Paradísar:


Aðeins lítið svæði var sýnilegt að baki þeim,
en á þessu svæði sá ég stjörnurnar blika,
stærri og bjartari en endranær.
Gruflandi svona og glápandi festi ég svefn,
sem jafnan veit fyrir hvað gerist
áður en það gerist.


'










Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258  259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA