Fögnuður á Vetrarsólstöðum
nú þegar lengsta nóttin er að baki
og stysti dagur ársins rennur fram;
sól stendur andartakið kyrr, hverfist
svo um sig á himinbaug.
Festingin hingað tll fengið að vera
í friði og enn á sínum stað:
vegur minn liggur til veralda þinna,
kvað listaskáldið góða.
Dag tekur að lengja á ný og það
birtir hænufetið sem reynist
samt býsna drjúgt.
Magnað að fljúga sjónflugi yfir
Fagradalshraun á þessum tíma-
mótum Náttúrunnar og berja
eldstorknaða svarta flákana í
Geldinagadölum og Merardölum
augum í mildri skammdegisbirtu
þessa sólstöðusíðdegis.
Maður þakkar bara pent.
Nýtt land í mótun og forvitnilegt
að fygjast með smáveru- og
plöntulífi setja sinn svip á það
með tíð og tíma.
Inn á milli hamfarafrétta fjölmiðla
og samskiptamiðla--sækjandi æ meir
í peningainnspýtingu frá ofsa og hatri--,
er gleðilegt að sjá jákvæðar frásagnir
eins og af notkun blóma í framleiðslu
á gervileðri - pleðri. Í stað þess
að sóa þeim og henda þó sölnuð séu.
Blóm,sem áður höfðu verið notuð til
þess að gleðja, í virðingarskyni eða
til lofgjörðar, fá nú nýtt hlutverk í
endurvinnslu og framleiðslu nýrrar
og skaðlausari afurðar.
Sýnir í leiðinnii hve hugvitið getur fleytt
okkur áfram til nýrra dáða og uppgötvana
án þess að valda lífríkinu skaða.
En á nokkrum áraugum hafa, illu heilli,
um 70% villtra dýra og plantna horfið
af sjónarsviðinu.
.
Blómin í allri sinni fegurð og lítillæti,
sigra hjörtun og veita vonarbirtu
líkt og biskupshatturinn eða
fjalldalafífillinn af rósaætt með
sín stóru og drjúpandi dumbrauðu
blóm á háum stöngl, nú í vetrardvala.
Rótin harðger og lifir af og var.notuð
bæði til nytja og lækninga hér áður,
hjálpleg við hita og kvefi sem herjar
á þessum árstíma - og mögulega
tll þess að brugga jólaölið!
Gjafmildi og seigla blómjurta á köldu
landi, lærdómsrík; fjalldalafífill hefur
fundist hæst eða í allt að 640-660
metra hæð til fjalla og dala hérlendis,
í Eyjafirði, ekki fjarri æskuslóðum
listaskáldsins góða.
Fyrr á öldum voru þessar slóðir
gjarnan kallaðar undiir Fjöllum.
Ekki að undra að mótunarár Jónasar
undir Fjöllum,að Hvassafelli og
Möðrufelli, setji svip sinn á
náttúruljóð hans og önnur skrif.
Hæglát sýn á festinguna á kyrrlátum
dögum við sólsetur, er honum
hugleikin; hann þýddi fjölmörg
gullfalleg ljóð líkt og Sólsetursljóð
enska skáldsins og konsúlsins,
G.P.R.James. Sólin, röðullinn,
mun rísa enn á ný og hresstur
snúa á himin:
Drag nú hið blásvarta,
blysum leiftranda
salartjald saman
yfir sæng þinni,
brosi boðandi,
að af beði munir
bráðlega hresstur
á himin snúa.
#
|