Túlípanar hér á Fróni  
í miðjum vetrarhörkum 
eru okkur hugstæðir  
á vefsetri Skuggsjár 
nú um stundir 
þegar Niðurlönd  
og draumarnir 
eru í sigtinu. 
 
Túlípanar 
sem gefa  
hvaða harðneskju 
sem er langt nef 
í sínu einfalda  
harmóní, 
berandi ljós 
og lit inn  
í heimana;  
sefun. 
 
Eða eins og  
segir í ljóði  
Sigurbjargar  
Þrastardóttur  
Og tárin þín 
í bók hennar  
Túlípanafallhlífar  
frá árinu 2003: 
 
 
... og tárin þín svífa í túlípanafallhlífum á sængina mína svo ég sofni. 
 
. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
  
			 |