Jafndægur á hausti í gær og
kvöldhiminn yfir landinu víða fádæma skír
og stjörnubjartur; fullur uppskerumáni.
Júpiter stór og skær og nálægur jörðu.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð - RIFF - hafin í Reykjavík.
Ýmsar merkar heimildamyndir teknar til sýningar,
eins og ný mynd skoska leikstjórans Amy Hardie,
sem gerist á mörkum draums og vöku,
The Edge of Dreaming.
Segir frá ungri konu í nútíma efa - og efnishyggju,
sem gleymir draumum sínum jafnóðum
en fær svo allt í einu vitrunardraum
af hestinum sínum: að hann deyi.
Vaknar upp og fer út og finnur hann látinn.
Næst dreymir hana sjálfa sig deyja...
Myndin er sýnd næstu daga í Bíó Paradís.
Kannski dreymir okkur allan sólarhringinn
en finnum minna fyrir því dreymi í vökunni
vegna hávaða egósins og vökuvitundarinnar
eins og Jung ofl. kennismiðir hafa velt fyrir sér.
Í mannfræðinni er talað um ákveðnar þjóðir
sem draummenningarþjóðir og
þannig myndi íslensk þjóð flokkast.
Sumar slíkar þjóðir og kynþættir,
s.s. Ong Indíánar í Delaware BNA,
tala um vökuvitund og draumvitund
sem ólík en jafnrétthá
vitundarstig í lífsrýminu; sem:
hreyfingu í lífsrými -
movement in life space.
|