Pakistan gengur nú í gegnum mikla
ógnar - og hamfaratíð náttúrunnar.
Lætur nærri að afleiðingarnar séu
margfalt meiri en heimurinn hefur séð
á undanförnum árum og áratugum -
og er veturinn framundan.
Þó hafa hverjar stórhamfarirnar
rekið aðrar allt frá Tsunami 2004
með gífurlegum skaða.
Pakistanar þurfa á hjálp okkar að halda.
Minnum á söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500
og söfnunarsíma UNICEF 908 1000.
Pakistanar eiga sér einstaka ljóðahefð
undir sterkum persneskum áhrifum,
lituð mystískri hefð súfista.
Ljóðin eru gjarnan sungin fram,
eins konar sonnettur, ghazals.
Fjalla um ástir, aðskilnað og sorgir.
Draumhefðin er sömuleiðis merk og
undir áhrifum frá hindúasið og súfisma.
Ber þar hæst trúna á pir;
á leiðsögn andlegs meistara
eða pir í gegnum drauma.
Hann kallar dreymandann til sín
og talar til hans í draumreynslunni,
veitir honum andlega uppörvun
og aðstoðar á lífsgöngunni.
Last night
Last night, your lost memories crept into my heart as spring arrives secretly into a barren garden as a cool monring breeze blows slowly in a desert as a sick person feels well, for no reason.
(Faiz Ahmed Faiz, 1911-1984).
|