Forsíđa   

 01.09.2010
 Pakistan, ljóđsöngur og draumleiđsögn



Pakistan gengur nú í gegnum mikla
ógnar - og hamfaratíð náttúrunnar.
Lætur nærri að afleiðingarnar séu
margfalt meiri en heimurinn hefur séð
á undanförnum árum og áratugum -
og er veturinn framundan.

Þó hafa hverjar stórhamfarirnar
rekið aðrar allt frá Tsunami 2004
með gífurlegum skaða.

Pakistanar þurfa á hjálp okkar að halda.
Minnum á söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500
og söfnunarsíma UNICEF 908 1000.

Pakistanar eiga sér einstaka ljóðahefð
undir sterkum persneskum áhrifum,
lituð mystískri hefð súfista.
Ljóðin eru gjarnan sungin fram,
eins konar sonnettur, ghazals.
Fjalla um ástir, aðskilnað og sorgir.

Draumhefðin er sömuleiðis merk og
undir áhrifum frá hindúasið og súfisma.
Ber þar hæst trúna á pir;
á leiðsögn andlegs meistara
eða pir í gegnum drauma.
Hann kallar dreymandann til sín
og talar til hans í draumreynslunni,
veitir honum andlega uppörvun
og aðstoðar á lífsgöngunni.


Last night

Last night, your lost memories crept into my heart
as spring arrives secretly into a barren garden
as a cool monring breeze blows slowly in a desert
as a sick person feels well, for no reason.

(Faiz Ahmed Faiz, 1911-1984).


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261  262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA