Túlípanar sjást nú um stundir  
í búðum hér á Fróni 
og minna á Niðurlönd  
og tengsl Íslendinga þangað  
í gegnum tíðina. 
 
En túlípanar birtast  
líka í draumum vorum:  
nú er undirbúningur á fullu 
fyrir fyrsta draumaþing  
evrópskra draumasetra  
og draumastofnana 
og er Skuggsjá þar á meðal. 
 
Mun Skuggsjá verða með 
 kynningar á starfsemi sinni  
og eins mun forstjórinn  
flytja erindi á þinginu  
um íslenska draumahefð. 
 
Þingið er bakkað upp  
af Evrópuráðinu  
og Alheimssamtökum  
draumfræðinga - IASD -  
og verður haldið í júní 
í sumar í hinu fornfræga  
Rolduc klaustri  
á landamærum Hollands,  
Belgíu og Þýskalands. 
 
Rolduc er ágústínusarklaustur  
frá 12. öld og staðsett  
í bænum Kerkrade. 
Það hýsir nú m.a.  
merka guðfræðistofnun. 
 
Það hittist skemmtilega á  
að þessi fyrsta evrópuráðstefna  
draumasetra skuli haldin  
í þessu sögufræga og  
stærsta klaustri Niðurlanda 
en uppphafleg tilurð  
klausturs á þessum fagra stað 
var byggð á vitrun í draumi. 
 
  
			 |