Forsíđa   

 27.08.2022
 Fjalliđ Kerling og draumlendur í Grundarţingum



Fjallið Kerling með sinn Röðul og
Jómfrúartind, Karlinn og hin forna
eldstöð Súlur, gnæfa yfir grösugum
lendum Eyjafjarðar og gjöfulli Eyjafjarðará.
Kerling hæst fjalla í byggð á Norðurlandi,
1538 metra hátt og talið yfir 8 milljón
ára gamalt. Hluti af hinni ævafornu
eldstöð Glerárdala. Formfegurðin er
einstök með sinn pýramídatopp.
Kerling gerð úr blágrýti og líparíti;
þar vex jöklasóley í1500 metra hæð.

Ekki að undra að Helgi magri, hafi sett
niður bú sitt undir rótum þessa magnaða
fjallgarðs. Þar grær margt á grundu og
hið sögufræga höfuðból Grund, síðar
landmesta jörðin við rætur Kerlingar.





Sannkallaðar draumlendur hér um
slóðir og eru merkar þjóðsögur,
draumar og vitranir til af svæðinu
s.s. frá Grund, Möðrufelli, Miklagarði
og Hvassafelli .

Sagan af Snæfríði Eyjafjarðarsól
á Möðrufelli er vel sráð. En henni
er eignað orðtakið betra er yndi en auður;
til er lika útgáfa af Sigríði frá Grund.
Hvort það voru menn í álagahami trölla,
sem höfðu hana á brott eður ei,
skal ósagt látið en einhverra hluta vegna
kallast allur skaginn milli Eyjafjarðar
og Skagafjarðar, frá fornu fari,
Tröllaskagi.

Þekktar eru draumsýnir frú Aðalbjargar
Sigurðardóttur frá Miklagarði, eiginkonu
séra Haraldar Níelssonar, guðfræðiprófessors.
En hún sá í annan heim og til eru skráðir draumar
Aðalbjargar allt frá barnsaldri í heimasveitinni.

Þá er draumvitrun Þorsteins Hallgrímssonar
á Hvassafelli einstök, af fráfalli þjóðskáldsins
Jónasar, bróður hans.




Á nýju tungli í sólbjörtum Grundar-
þingum, kemur þessi draumvitrun
Þorsteins á Hvassafelli, bróður
Jónasar skálds, í hugann.
En Jónas ólst upp hjá móðursystur
sinni á Hvassafelli eftir að faðir hans
drukknaði í hinu djúpa Hraunsvatni
í Öxnadal og fór til náms á Möðrufelli
hjá séra Jóni Jónssyni, lærða.

Bakki, hinn forni kikjustaður og nú 
elsta guðshús í Eyjafirði, skammt frá
Hrauni hvar Jónas fæddist, var aðal
grefrunarstaður í Öxnadal.

Þorstein dreymdi að hann væri staddur
á Bakka í jarðaför Jónasar, bróður síns.
Og fannst hann heyra þessa draumvísu
sagða fram:



Hann er laus við heims ókjör,
í himna kominn ranninn.
Áfram minni flýti för,
far vel mælti svanninn.



En einmitt um þetta sama leyti
síðla maí 1845, hafði Jónas, bróðir
hans, látist i Kaupmannahöfn,
án þess Þorsteinn vissi.




Margar sagnir fyrr og nú,
staðfesta slíkar vitranir í draumi
hjá nánum einstaklingum og
mjög þekkt að mæður finni fyrir,
skynji eða dreymi fyrir um slys
og andlát barna sinna, ungra
sem uppkominna.

Stundum er haft á orði að
innangengt sé á milli manna.

Dreymi vel á síðsumri!





#





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA