Forsíđa   

 31.05.2022
 Mannúđ og miskunnsemi í martrađarvöku




Núverandi hörmungarástand í Evrópu
og víðar, er sem allsherjar martraðar-
draumur þar sem mannúð og miskunnsemi
eru fótum troðin og útleiðir vantar.

Glötun mennskunnar...


Glögglega kemur í ljós hve lítlu þjóðir
heimsins hafa varið í þróun sáttamiðlunar
og í þjálfun einstaklinga og teyma,
sem sinnt geta friðarumleitunum og
vopnahlésviðræðum, sem geta leitt
niðurstöðu og til ásættanlegra
samninga.
 
Og í kjölfar covid heimstollsins, sem
þjóðir eru rétt að rísa upp úr, mala
hergagnaframleiðendur nú gull sem
aldrei fyrr og selja vopn á báða bóga.

Að ekki sé minnst á börn sem
fórnarlömb en alls staðar fara börn
halloka í þessum aðstæðum;
lýðskrumarar tala fjálglega um
að það sé lllskan en ekki vopnin,
sem stjórni drápum saklausra.
Merkilegt að hún sé aðallega bundin
við hin ýmsu fylki BNA!

Börn á flótta eru nú talin um 45 milljónir
en alls er talað um að 100 milljónir
manna séu á flótta í heiminum.
Talan hefur hækkað geigvænlega
á einungis örfáum mánuðum.
Þá hefur misskipting gæðanna aukist,
sárafátækt orðin ískyggileg, og fæðuöryggi
ógnað vegna bæði stríðsátaka og þurrka.




Hér heima gengur dægurþrasið
m.a. út á hvort tiltekin orðræða um
vist í helvíti, sé hatursorðræða
eður ei. Manngert og óráðshjallegt
helvíti, sem menn skammta öðrum,
og auðkenna sem fasista.
Ætli aflátsbréf verði ekki sett í sölu fljótlega?
Jæja, úr því þetta var ekki hatursorðræða
hjá prestinum, þá er þetta bara ókei!
(Annað væri aðför að tjáningafrelsinu!).

Í þessu samhengi, er ekki minnst á að
líka er til fyrirbæri sem nefinst ófræging
--defaming--, sem beinist að sjálfsvirði,
heiðri og persónu einstaklinganna, sem
fyrir verða. Sem sé ærumeiðing.
En suss, suss...


Bókstafshyggja--fundamentalism--
og pólitísk rétthugsun, er boðskapur
daganna, líka á gamla Fróni.




Ekki að furða að margir tali um
að svefn þeirra sé raskaður og þeir
kvíði að vakna til dagsins. Til heims,
sem er gjörbreyttur og enginn veit
hvert leiðir okkur líkt og að vera
á merkingarlausri svefngöngu...




Nú reynir á mennskuna og mannúðina,
seigluna til þess að lifa af í umróti daganna
í samfélagi tómlætisins, sem sumum
finnst ekki endilega besti staðurinn
lengur að búa og starfa í eins og
örmögnun og uppgjöf umönnunarstétta
sýnir ljóslega.
Hvar er hjálpin hálparans?

Orðræða, sem sáir ótta og sundrung,
má ekki verða yfir og allt um kring
í daglegu lífi og líðan - og ræna
fólk eðlilegri hvíld svefnsins og
gjöfum draumlífsins til þess að lina
sorgir og endurnýja þrek og þor
og tengjast sínum innri áttavita.

En póstmódernískt þjóðfélag
okkar, Alþingi og stjórnvöld,
--Íslland best í heimi--,:
er þetta þjóðfélag í stakk búið
til þess að finna sinn áttavita og
sigla þjóðarfleyinu í gegnum
brimgarð nútíma hræringa?



Í hörmungum hefur mannshugurinn
bæði fyrr og nú, þurft að takast á við
nýjar áskoranir og finna lausnir
og endurskapa tengslin við mennskuna,
við meðlíðan--compassjón--, og samhjálp.
Krímskaginn og stríðin þar, gátu t.a.m.
af sér nútíma hjúkrunarfræði með
enska frumkvöðulinn, Florence Nightingale,
í fylkingarbrjósti: konuna með lampann.
Og það sama má segja um
svissneska mannvininn og Nóbels-
verðlaunahafann, Jean-Henri Durant,
(1828-1910), sem eftir að upplifa
stríðsátök á Ítalíu og mannlegar
hörmungar í kjölfarið, stofnaði við
annan mann, Alþjóða Rauða Krossinn.




Ignite the mind´s spark
to rise the sun in you.


(Florence Nightingale, 1820-1910).



#







Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33  34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA