Forsíđa   

 27.06.2024
 Hjartkćra blómiđ mitt blíđa og fjóludraumar






Fjólur þessa sumars gleðja
sál og sinni að venju og vanda.

Sjösofendadagur enn á ný
og maestro hefði orðið 95 ára
í dag, öðlingurinn sá, sem sagði
skilið við stjórnmálin þegar
frjálshyggjan hélt innreið sína.
Hann óttaðist að hið hógværa 
og smáa, kjör þeirra, sem 
minna mega sín, yrði fótum 
troðið í slíkri markaðsránhyggju; 
síðar kölluð rányrkju-kapítalismi.

Lífskúnstnerinn umræddi,
Bjarni Sveinsson, fæddist á 
Sjösofendadegi 1929, og var
gjarnan kenndur við Brekkugötu 3 
á Akureyri hva rhann fæddist 
og bjó í hálfa öld.
Hann var einlægur tónlistarunnandi
og ófáar voru stundir bernskunnar
hjá systkinunum með honum
við grammófóninn spilandi
aríur heimstónmenntanna.




Tónskáldið Þórarinn Jónsson,
(1900-1974), var Bjarna kært.

Ungur reri Þórarinn til fiskjar frá
æskustöðvunum í Mjóafirði.
Sagt er að hann hafi:

krotaði nótur með nagla á 
bátsþiljurnar og árablaðið
þegar blað og býantur var 
ekki við höndina.




Þórarinn lærði tónsmíðar í
Berlín og dvaldi þar um
25 ára skeið, leitandi
tónsins hreina. Greind hans
og snjallt tilsvar, kom honum 
inn í námið í Berlín en þegar 
átti að hafna umsókn hans 
sökum skorts á æðri skólagöngu, 
varð honum að orði:

Hafið er minn háskóli.

Og komst þá umsvifalaust inn!




Eitt þekktasta sönglag Þórarins
er Fjólan sem hann samdi 
líka textann við:



Heiðbláa fjólan mín fríða,
fegurð þín gleymist mér seint.
Hjartkæra blómið mitt blíða,
bros þitt er saklaust og hreint.




Fjólur í draumi nætur, hafa
löngum verið taldar fyrir góðu;
taldar táknrænar fyrir
hógværð, andlegheit, 
fölskvalausa gleði og mildi.
En líka feimni. Verða seint
settar í lógó frjálshyggjunnar.
Hvað sem svo gervigreindin
mun segja þar um þegar 
hún er nú í auknum mæli
að halda innreið sína í
fræðin, líka draumfræðin.

Ekki alslæmt en því er þó
ekki að neita að það er orðið
ansi vélrænt og tætingslegt
að sjá svörin á netinu.
Gúgglið hefur misst eitthvað; 
töfrana?
Eigi að síður:



Góðar fjólustundir í 
vöku sem draumi...


#




Síđasta frétt 1 2 3 4  5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA