Svefn og draumar eru kunnug stef á 
  
 
Sjösofendadegi 27. júní þegar minnst er  
  
 
grísku Sjösofendanna, sem sváfu í helli 
  
 
í 100 ár vegna ofsókna en vöknuðu til  
  
 
nýrrar aldar og breyttra og betri tíma. 
 
 
  
 
Hægstreymi vitundarlífsins í svefni  
  
 
og draumi, felur í sér fræ að nýrri þróun. 
  
 
 
  
 
Lífið er margslungið og á sér sínar 
 
ljósu og dökku hliðar. Grös Jarðar 
 
endurspegla það vel. Sama blóm  
  
 
getur í senn verið svefn-, drauma- 
 
og lækningajurt en líka eitrað sé  
  
 
það ekki notað rétt. Magn, tími  
  
 
blómgunar, hluti plöntu ofl. skipta  
  
 
mestu í þessu samhengi. 
 
 
  
 
 
  
 
 
  
 
  
  
 
 
  
 
Grikkir ræktuðu hinar hógværu fjólur 
 
og höfðu blómið í hávegum en voru 
 
jafnframt meðvitaðir um hinar mörgu 
 
hliðar hvers blóms; hverrar sálar... 
 
 
  
 
Í Ódyssseifskviðu talar Hómer um 
 
að fjólur hafi vaxið við hellismunnann 
 
hjá dísinni Kalipsó hvar hún hélt  
  
 
kappanum Ódysseifi í 7 ár eða uns  
  
 
gyðjan Aþena skipaði henni að aflétta  
  
 
töfrunum yfir honum. Gat hann þá  
  
 
loks fundið leiðina aftur heim. 
 
 
  
 
Fjólur eru að fornu og nýju bæði 
 
blóm lífs og dauða í þjóðtrú víða  
  
 
um lönd. Hjá Grikkjum voru fjólur 
 
táknblóm Persefónar, sem Hades 
 
girntist og nam á brott til undirheima. 
 
Sagnir herma að hún hafi verið að  
  
 
tína fjólur þegar hún hvarf til Heljar. 
 
Aðrar sagnir herma að hún hafi verið 
 
að tína blóm á engi en einu blómin,  
  
 
sem hrutu úr vendinum, sem hún 
 
hélt á og náðu samt að festa rætur  
  
 
á leiðinni niður, hafi verið fjólurnar.  
  
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í úkraínskri þjóðtrú hefur varðveist 
undurfögur sögn um tilurð fjólunnar. 
Sögnin er á þá leið að ungmenni, 
piltur og stúlka, felldu hugi saman  
 
og hugðust giftast en þegar kom 
að brúðkaupi, upplýstist gamalt 
leyndarmál, að þau væru í raun 
systkini. Í harmi sínum að mega 
ekki eigast, biðluðu þau til Almættisins 
um forsjá og miskunn og óskuðu 
þess að þau mættu verða að blómi. 
Og til varð þrenningarfjólan fagra, 
fjólublá, gul og hvít, sem Úkraínumenn  
 
kalla líka systkinablómið og margar 
þjóðir kalla þrenningarfjóluna til 
heiðurs heilagri þrenningu. 
  
 
 
  
 
 
 
 
  
 
 
  
 
Fjólur í íslenskri náttúru eru miklir 
 
vorboðar og hafa löngum glatt 
 
landsmenn bæði í görðum og þar 
 
sem þær vaxa villtar. Stjúpublómin 
 
innfluttu eru systurtegund og talað 
  
 
um fjóludeild og stjúpudeild innan  
  
 
fjóluættarinnar--Violaceae. 
 
Þessu lítilþæga fjólubláa blómi með  
  
 
sinni dásamlegu angan og undramætti 
 
til lækninga, hefur verið lýst sem  
 
 
blómi látleysisins. 
 
 
Segir svo Grímhildur drottning í  
  
 
Niflungaljóð frá 12. öld og lykilpesóna 
í Völsungasögu Sigurðar Fáfnisbana 
og Búrgundaríkis: 
  
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Enginn er auðmýkri en hún, 
 
og engu gæti fótur þinn léttar troðið,  
 
 
því hún sýnist næstum blygðast sín, 
 
meiri en gras að vera  
 
 
svo vel felur hún sig, 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í draumfræðum er fjólan afar gott  
 
 
draumtákn og fjólublár litur einnig. 
 
Litur innsæis, sammannlegs skilnings,  
 
 
nándar og friðar. 
 
 
 
 
Eðlisfræðingurinn og náttúruspekingurinn 
 
--höfundur fræðanna um þyngdarlögmálið--, 
 
Ísak Newton, (1643-1672), skipti niður  
 
 
bylgjulengdum sjáanlegs ljóss á hið  
 
 
svokallaða litahjól. Hann setti fjólubláa 
 
litinn milli rauðs og blás við enda  
 
 
sjáanlegra bylggjulengda á hjólinu. 
En fjólublár heitir eftir fjólunni og 
var sjöundi og síðast liturinn. 
 
Newton þótti feiminn og lítt fyrir  
 
 
að flíka hugmyndum sínum; hóglegur 
 
 
og feiminn eins og fjólan...  
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Skáldin okkar tala um litla fjólu sem  
 
 
grær við skriðufót, eða Akrafjall og 
 
Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar... 
 
 
 
 
Skáldinu og rektornum frá Arnarstapa 
á Snæfellsnesi, Steingrimi Thorsteinssyni, 
(1831-1913), var fjólan hugleikin, s.s. í  
 
ljóðinu Fjólan og lindin. Hann sá í fjólunni 
     
bæði hógværa fegurð og djúpan  
 
 
andlegan sannleika í því hægstreymi  
 
 
lífsins, sem hún vex og dafnar. 
 
 
Hægstreymi, sem er alltaf til staðar 
 
ef við viljum að gá og skapar  
 
 
frjóan lífvænleika. Hægstreymi  
 
vitundar í svefni og draumi, er 
okkur lífsnauðsyn til endurnýjunar 
 
líkams- og sálarkrafta. 
 
 
 
 
Vorfjólan sér himininn í vakandi 
 
vatnsiðu tærri. Hún sér sjálfa sig  
 
 
í því hreina og sér þar sinn himinn  
 
 
um leið, kveður Steingrímur en 
 
fallvaltleikinn er ekki langt undan, 
partur af eilífri hringrásinni. 
Fjólan lifir af ástríðu þar til hún  
 
hnígur fyrir lindarvatninu tæra, 
sem nærði hana og gaf henni tilgang 
en sem hún líka veitti gleði og ást: 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í lægð undir hamrinum háa,  
 
 
svo hóglega rennur ein lind, 
 
frá bakkanum fjólan hin bláa 
 
í bununni sér sína mynd. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
# 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
			 |