Forsíđa   

 21.12.2020
 Yfir Bćnum Heima á Vetrarsólstöđum - og Jólastjarnan



Vetrarsólhvörf þegar sólin staðnæmist
eina andrá kl. 10.02 þennan morguninn,
og hverfist síðan um sjálfa sig og tekur
að klifra hærra á himinbaug, dag tekur
að lengja og birta, þessi sólhvörf heilsa
okkur nú við yzta haf í sorgarskini hamfara.
Á himni í suðvestri: magnað og einstakt
stjörnuspil þegar pláneturnar Satúrnus og
Júpíter virðast snertast í línulegri samstæðu
og einstakri uppröðun þessara Vetrarsólhvarfa.
Hefur ekki gerst með þessum hætti svo nálægt
Jörðu í 400 ár.
Sumir fræðimenn telja nú að hið sama stjörnu-
samstæðuspil hafi átt sér stað á hvelfingunni
fyrir 2000 árum og að ljósblossi frá Satúrnusi
á þessu móti plánetanna sem þá sást á himni,
sé etv. hin helga Jólastjarna.







Ótrúleg mildi--sumir tala um kraftaverk--,
þegar algjör mannbjörg varð á Seyðisfirði
þann 18. desember sl. Aurskriðurnar
úr Botnum hjá Búðará, sneiddu báðum
megin framhjá ófáum húsum og voru alls
25 manns enn í húsunum! Með ólíkindum
sjá myndir af atburðinum, í beinni.
Hér hafa ofanflóðavarnir skilað sínu.
En eyðileggingin er átakanleg og mikil;
gleymum ekki að aftur má byggja húsin
sem fóru með sínu mikla sögulega og
menningarlega mikilvægi - og sárin gróa.

Breiðablik hét bústaður Baldurs hins
góða goðs, hins hvíta áss; hér á landi
hefur húsum landsmanna sums staðar
verið gefið nafnið Breiðablik líkt og
aldamótahúsinu sögufræga, Breiðabliki
á Seyðisfirði.
Fyrsta raunverulega viðvörunin: þegar
aurinn úr Nautaklauf flutti Breiðablik um
tuga metra leið. Það að húsið standi
upp úr aurflóðinu þó illa laskað sé, er
góð áminning um sögu, fólk, menningu
og líf í firði sem lætur ekki að sér hæða...







Talandi um goð, þá er samkvæmt
þjóðtrúnni eins og kemur fram hjá
ýmsum fræðimönnum, s.s. Sigfúsi
Sigfússyni, þjóðsagnasafnara, sem
lengi bjó á Seyðisfirði, mikil helgi bæði 
í heiðni og kristni á austfirsku fjöllunum.
Tvær goðaborgir--bústaðir goða í háum
fjallasal--, eru taldar vera á Seyðisfirði,
sitt hvorum megin bæjarins, önnur í
tignarlegum Bjólfinum og hin í glæstum
Strandartindi, (og raunar ekki langt í
næstu borg/borgir milli Skælings
og Bungufells í Loðmundarfirði).
Með náttúruna á fleygiferð í óvissum
heimi, þurfa allir að læra, meta og endurmeta.
Hvað er hvurs virði og til hvurs er lifað?
 






Það þarf að draga hratt lærdóm
af ógnandi umturnun veðurkerfa,
læra á úrkomuákefð, sífrerahjöðnun
á fjöllum og geta brugðist raunsætt
við auknum hamförum. Allt gerist þetta
vegna loftslagsbreytinga, að líkindum.
Ein leið er að drena fjöllin við fjörðinn
fagra og/eða færa byggð, fjörðinn með
eitthvert besta hafnarstæði frá
náttúrunnar hendi sem um getur.
Ekki tilviljun að þar leggist farþega-
ferjur að frá Evrópu eins og Norræna.
Og ekki tilviljun að hér var fyrsta sæsíma-
samband við útlönd, og að hér höfðu Bretar
og Bandaríkjamenn hersetu í síðari
heimsstyrjöld eins og lesa má um í
lifandi frásögn Kristínar Steinsdóttur
í bók hennar Yfir Bænum Heima sem 
út kom nýlega hjá Máli og Menningu.
Það er ekki svo langt út fjörðinn á
vit annarra landa og þjóða...






Hugur okkar er hjá Seyðfirðingum.
Megi Jólastjarnan eina og sanna
varpa birtu, von og kærleik.á íbúana
og fjörðinn fagra og veita þrek og þor
til þess að halda áfram í harðneskjulegu
mótlætinu : það kemur alltaf nýr dagur.
Og þó húmi um hauður og voga,
mun himinsins stjörnudýrð loga.


Megi nýr dagur rísa; Seyðisfjörður á
marga haga listasmiði á tré en líka
á pappír, tón, striga, stein, textíl.
Mannauðinn vantar ekki til þess
að byggja upp á ný í listafirði.
Það mun rofa til eins og seyðfirska
skáldkonan frá Vestdalseyri,
Vilborg Dagbjartsdóttir, yrkir um
í ljóði sínu Rof:




Að vakna á sólbjörtum morgni,
finna dyr opnast
djúpt í myrkri sálarinnar

Birtan að ofan
streymir óheft niður
og hríslast um hverja taug

Þú verður ein heild
manst allt
skilur allt

- ert fær um að halda áfram
óttalaus
á leiðarenda.


(Vilborg Dagbjartsdóttir; 1930- ).





#





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54  55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA