Forsíđa   

 31.10.2020
 Fagri Blámáni í heiđri vídd og hljóđu húmi Hrekkjavöku...



Fagur og fylltur Blámáni birtist á kvöld-
og næturhimni þessa Hrekkjavökuna
og er einstakur um margt:
í fyrsta sinn síðan árið 1944, birtist hann
nú í öllum tímabeltum Jarðkringlunnar.
Og honum til aukins vegs, skín Mars
skær á suðurhimni og varpar sinni
rauðleitu birtu á vatnsbláan mánann
líkt og í Eyjafirði undangengna nótt.
Í október þetta árið, hafa risið 2 full tungl,
hið fyrra, svokallað uppskerutungl,
þann 1.-2. október. Og nú hið síðara
þennan sólarhringinn sem markar
lok sumars og byrjun vetrar, á hinni
fornu hátíð forfeðra vorra, Kelta,
Samhain, og markar í Kristni,
aðdaganda Allraheilagramessu,
þann 1. nóvember.
En Blámáni--Blue Moon--heitir
þegar tvö full tungl verða innan
sama almanksmánaðar.







Þessi mögnuðu tímamót ganga
gjarnan undir nafninu Halloween -
Hrekkjavaka - þegar kynjaverur
og alls kyns vættir/óvættir fara á stjá.
Trúlega er siðurinn upphaflega kominn
frá Írum vestur um haf og þaðan aftur
til Evrópulanda og hefur á sér amerískt
yfirbragð. En í Heiðni voru vegleg blót haldin
til þess að kveðja sumar og fagna vetri,
svokölluð Dísarblót á Veturnóttum sem
er tímabilið frá síðasta degi sumars á
miðvikudegi til fyrsta dags vetrar sem
ætíð ber uppá laugardag, 24. október.
Margir núlifandi Íslendingar hafa alist
upp við að halda fyrsta Vetrardag
hátíðlegan í mat og drykk og ýmsum
fögnuði. Hinu kvenlæga er fagnað
sem sjá má í fornsögum vorum,
dísum, valkyrjum og nornum blótað
á fyrri tíð þannig að hinn írsk/ameríski
Halloween hittir vel inn í forna hefð.
Og Grýla gamla smellpassar inn
í þessar gömlu sem nýju hefðir!






Halloween stendur fyrir Hallow's Eve,
og hallow þýðir helgur; kvöldið fyrir
messu helgra manna/kvenna, þeirra
sem ekki áttu sérstakan helgidag.
Hallow's Eve: kvöld dáinna, kynjavera,
forynja, afturgangna, drauga, skrímsla,
norna, seiðskratta og djöfla, þessara
sem annarra vídda og heima.
(Hó, hó, hó, hvað er hér á sveimi?).
Grikk eða gott er nú sett á bið en
hægt að nasla það í heimahúsum
og fagna draumkenndu flæði Vökunnar.
Þakka uppskeru sumars og gleðjast
yfir komu vetrar þegar margt
rís upp, bæði hins ljósa og dimma,
þess minnug að ljós vonar og kærleika
þarf að vaxa og dafna í mannheimi
á þessum kórónutímum þegar
misbrestir í grunnkerfum samfélaga
verða enn berari og ójöfnuður eykst.
En eins og skáldkonunni úr Flatey á
Breiðafirði, Ólínu Andrésdóttur,
(1858-1935), verður að orði um
hlýhug og vinarþel, getur líf risið upp
úr frosthörkunni í krafti kærleikans:

... sem uppvekur rósir úr urð og í snjó
með ylnum frá kærleikans glæðum.






Fagur stjörnuhiminn hefur iðulega glatt
okkur árið 2020, og haustfegurðin mikil
hér á Norðurhjara á besta hausti
í langan tíma. Um margt má segja
að vistkerfin hafi notið góðs af veirufárinu,
nú þegar hægir á öllu--spurning hvort fárið
er í grunneðli sínu vistfræðilegt--; mengun
er minni og margar plöntu-og dýrategundir
hafa náð sér aftur á strik.
Ljóst að heimurinn getur ekki horfið aftur til
fyrri helsýnar og mannfólkið þarf að endurhugsa
stöðu sína; slíkri kollvörpun og umbreytingum
fylgir líka óvissa, djúp sorg og tilvistaráþján:
mannkyn þarf að virða einingu alls sem lifir.
Ennfremur hafa orðið merkar uppgötvanir
á himingeimnum sem hrista upp í
viðteknum skoðanamynstrum og opna
nýja sýn í kosmísku samhengi: mögulegt
líf á öðrum vetrarbrautum; gastegundin
fosfín uppgötvast á Venus, systurplánetu
Jarðar þar sem örverur gætu þrifist;
og vötn hugsanlega undir yfirborði
Mars - Rauðu plánetunnar.






Náttúran stendur ávallt fyrir sínu og
lætur ekki að sér hæða um leið og
tíminn heldur sína rás. Og mörg eru
náttúruljóðin sem ylja sál og sinni líkt
og eftirfarandi í þýðingu eins af feðrum
íslenskra fornleifa- og þjóðfræða:




Hljótt er húmið væra;
heið er víddin blá;
tindrar döggin skæra
Unnar spegil á.



(Brynjúlfur Jónsson frá Minna Núpi;
1838-1914. Þýð. á ljóði danska
skáldjöfursins Johann Ludvig
Heiberg;1791-1860).




#





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56  57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA