Forsíđa   

 10.04.2020
 Heims-Skugginn og Náttúran: Björt í ţinni skuggsjá skín...



Nú þegar eitt hundrað dagar eru
liðnir í alheimsfaraldri kórónu,
er bjartara til himins í stórborgum
heimsins hvar dýrin hafa víða
haldið innreið sína. Mengunarkófi
er að slota nú þegar veröldin
hefur stöðvað mesta umferð á
lofti, láði og legi. Heimskerfin
komin að fótum fram hvað sem
síðar verður, með mestu kreppu
í aðsigi í níu áratugi.





Undir fullum ofurmána dagsins
fyrir Skírdag, var óræður himinspegill
nær Jörðu og skærari en nokkru
sinni fyrr í 70 ár eins og séð hafði
verið fyrir af stjarnvísindunum.
Enn heldur himingeimur tryggð
við allt sem lifir, og farfuglarnir
sem elska sín íslensku heimkynni,
eru margir lentir á landinu kalda
eftir langflugið yfir heimsálfur og -höf.





Náttúran fer sína hringrás að vanda.
Og ef til vill er tími vor ekki línulegur
heldur hringlaga, á sér byrjun sem
hefur engan enda og öfugt.
Frumbyggjar Ástralíu, s.s. Anangúar
í návígi Uluru fjalls, búa yfir með elstu,
óslitnu samfélögum manna og jafnframt
einhverjum elstu trúarsiðum mannkyns.
Dæmi um eina sviðsmynd af nokkrum,
þá var/er/verður í Alheimsdreyminu
--Dreamtime--, núverandi hamför
heimsins þegar til. En jafnframt
felur hamförin í sér fræ að nýrri
þróun, leiðina aftur og áfram heim...
Draumar gefa okkur færi á að
svifa um rými án takmarkana
tímans og gjarnan talað um þá sem
hreyfingu í rúmi--movement in space.
Nútíma draumfræðingar hafa
undanfarinn áratug, lagt sérstaka
áherslu á nauðsyn þess að dreyma
saman um bættan og betri hag og
heim til handa öllum jarðarbúum.
Samdreymi sem heyfiafl breytinga
er dreymir nýjan heim inn í veruna.





Murray Stein og fleiri draumfræðingar,
tala nú um Heims-Skuggann sem
hefur lagst yfir allt, og fá inn aukinn
fjölda drauma sem tengjast
dauða og endalokum. En hér hjá
Skuggsjá er líka talsvert um að
fólk upplifi tímann bara alveg stopp,
bæði í vöku og svefni!
Eins og þegar horft var til ferðar
til Indónesíu í mars að upplifa
Dag Þagnarinnar á Balí - Nyepi -,
þá var þegar í desember erfitt
að sjá fyrir sér og skynja að sá tími
myndi hreinlega renna upp enda
rann hann ekki upp!
Og ferðinni frestað um óákveðinn
tíma eftir kóvid takmarkanir.
Dagur Þagnar rann samt upp
þann 25. mars bæði þar og hér
og Balíbúar fögnuðu nýju ári!





Heims-Skugginn - World Shadow -,
hefur í sér fólgna möguleika að sjá
margt upp á nýtt og endurnýja
manngerð kerfin sem voru orðin
bæði plánetu og öllu lífi um megn.
Þurfum að ganga hugrökk í gegnum
gáttina á mótum hins gamla og nýja.
Keldhverfingurinn Kristján Jónsson,
fjallaskáld, (1842-1869), kvað um
lindarvatnið sem sækir hljóðlátlega
fram hvað sem öllu líður og hvernig
veröldin þrátt fyrir myrkur og syndir
mannfólksins, skín björt í skuggsjá
lindarinnar:





Veröld sveipuð synda rökkri
björt í þinni skuggsjá skín...





#








  















Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63  64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA