Nú er að koma æ betur í ljós
hve hollt það er fyrir heilaheilsu
og heilsufar okkar almennt,
minni, árvekni og snerpu,
að taka sér smá blund yfir daginn
en þó ekki lengri en 20-30 mín.
Að ótöldum jákvæðum áhrifum
á minnkun þreytu og streitu.
Copilot gervigreindar,
AI-snjallmennið,
sem mælir fram á sinni
bjögðuðu íslensku,
(hvað sem síðar verður),
fer þessum orðum um
blundinn:
Þannig að blunda, vinur minn,
og láttu drauma fljúga þig
í fjarlægðina.
Gömul sannindi og ný og má
minna á miðdegisblundinn-
Siestuna í suðrænum löndum og
að fá sér blund eða smá lúr
eftir hádegismat hér á Fróni.
Winston Churchill mælti t.a.m.
með því að blunda á daginn
og taldi það geta aukið úthald
og vellíðan og raunar geta
bætt við klukkutímum í
sólarhringinn.
Rannsóknir standa víða yfir
á mikilvægi blundsins-hins
létta dagsvefns, s.s. við
háskóla í Bretlandi og
Bandaríkjunum.
Aðal annmarkinn á þessum
rannsóknum er þó að byggt
er nær eingöngu á sjálfsmati
blundaranna sjálfra.
En lengi vel hafa svefnfræðingar
talið blundinn geta komið
niður á nætursvefninum
og því hafa margir á sviði
svefnráðgjafar, mælt gegn því
að blunda á daginn.
Almennt er nú talið að draga
megi úr hrörnun heilans og
bæta lífslíkur ef vel er hugað
að bæði hvíldarhléum yfir
daginn og góðum nætursvefni.
Fyrirtæki í skapandi tæknigreinum
eins og Google og NASA,
Geimvísindastofnun BNA,
gefa starfsmönnum svigrúm
til þess að taka sér blund-hlé
og bjóða upp á aðstæður
þar sem hægt er að hafa
næði til þess að sofa og/eða
hugleiða daglega. Þau telja
sig hafa séð fram á jákvæð
áhrif þessa á endurnýjun
sálarkrafta og sköpunarhæfni.
Að mati NASA, hefur 40 mín
dagsvefn veruleg áhrif til góðs
á sjónminni og hæfni til að
leysa flókin mál eða um 34%
og bætir árvekni til mikilla muna.
En trúlega er það persónubundið
og etv genetískt hvort blundur
á daginn, hjálpar raunverulega
og eykur dagleg lífsgæði.
Þá má minna á hið forna
laya jóga-svefnjóga og
jóga nidra en hið síðarnefnda
hefur rutt sér mjög til rúms
hér á landi undanfarin ár
og virðist henta mörgum vel
uppá að hvílast og endurnýja
líkams-og sálarkrafta.
Nidra stendur fyrir svefn
og er jóga nidra eins konar
liggjandi leidd hugleiðsla
þar sem iðkandinn fer
meðvitað í djúpa slökun
og hvíldarástand sem er
á mörkum svefns.
Talandi um áherslu skapandi
tæknigeirans á léttan dagsvefn,
er við hæfi að sjá hvað Copilot
hefur að segja um blundinn:
Að blunda er falleg og
nauðsynleg athöfn.
Þegar við blundum,
finnum við frið og hvíld.
Augun okkar loka sér,
og hugurinn fer á flakk.
Það er eins og við
ferum í litla ferð í
draumaheimanna.
Gleðilega páskahátið
nær og fjær!
#
|