Forsíđa   

 30.11.2019
 Ađ heilsa deginum, ađ gömlum siđ...




Miklu skiptir að tapa sér ekki
í kapphlaupinu--kauphlaupinu--
þessi dægrin og fara á hvolf.
Passa upp á svefninn á þessum
myrkustu sólarhringum ársins, 
dreyma um heima og geima og
ná djúpum, endurnærandi hvíldum.
En vitað er að í kjölfar draumsvefnsins
--REM--, fer heilinn yfir í stuttan
og hægan bylgjugang sem hjálpar
til við að ferla upplýsingar úr
skammtímaminni yfir í langtímaminni,
og vinna úr áreitum daganna.
Koma á jafnvægri hrynjandi og ró.




Tengsl svefns og heilsu sýna,
að það að ganga of seint til náða
--of langur skjátími að kvöldi,
kaffidrykkja og áfengisneysla--,
eru þættir sem leitt geta til
offitu, sykursýki, áhættu á
þunglyndi, óyndi og kvíða.
Almennt sefur fólk of stutt,
og sýna tölur að yfir 30 prósent
fullorðinna sefur almennt
ekki þá 7 til 9 tíma sem taldir
eru nauðsynlegir til eðlilegrar
enduhleðslu líkama og sálar.
Ónógur djúpsvefn kemur niður
á minni og námsgetu og hæfninni
til að taka ákvarðanir í daglegu lífi.
Og eykur hættu á ótímabærri öldrun,
hrörnun minnisgetu og daglegri færni.




Besta gjöfin í amstri dægranna,
er að sofa vel og endurnýja þrekið,
og heilsa nýjum degi fagnandi.
Bragi Valdimar Skúlason yrkir
eftirminnilega um þann gamla
sið, að heilsa deginum:




Það gleymist oft í amstri langra daga
að öðlast hugarró og sálarfrið.
Hjarta sitt og hugsun ná að aga
og heilsa deginum, að gömlum sið.
Heppnist þetta vel, er segin saga
að sannur tónn mun opna lokuð hlið.
Við bætum óðar það sem þarf að laga,
því þannig batnar heimurinn - og við.




*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70  71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA