Óvanalega hlý og fögur
jafndægur á hausti voru
í gær og var kvöldhiminn
heiðrökkurbjartur, og
skír og tignarlegur
stjörnufans sveif
skautanna á milli.
Fuglar höfðu stundað
berjatínslu daginn langan,
bústnir og glaðir en kúrðu
nú hljóðir eftir dagsverkið
á sínum griðastað víða
í görðum landsmanna
eða í faðmi náttúrunnar.
Hógværir gleðigjafar;
víða steðjar nú mikil
ógn að bræðrum þeirra
eins og í BNA þar sem
nær 30% tegunda hafa
eyðst á örfáum áratugum.
Já, hvað er hægt að biðja
um meira en svona dýrð
að hausti og svífa í draumlönd
inn hlustandi á óminn frá
söng Dórótheu Blue birds
--oftast þekktur sem
Over the rainbow--í
einhverri merkustu kvikmynd
allra tíma, Galdrakarlinum í OZ?
Þegar enginn vildi hlusta,
dreymir hana um staðinn
sem ekki er litaður af
vandamálum stundarinnar,
um staðinn sem ekki er fært
að komast til með heðfbundnum
hætti, staðinn handan
regnsins og mánans...
Bláir fulgar svífa þar um
handan regnbogans og á endanum
kemst hún þangað í draumi:
Someday, I wish upon a star
Wake up where the clouds are far behind me
Where trouble melts like lemon drops
High above the chimney top
That's where you'll find me
-----
Somewhere over the rainbow
Blue birds fly
And the dreams that you dream of
Dreams really do come true
(Úr the Wizard of OZ;
texti E.Y. Harburg, 1939.
Upphaflega sungið af hinni
17 ára Judy Garland,
við ballöðu Harold Arlen
en hún lék Dorothy í
myndinni sem byggð er
lauslega á sögu L. Frank Baum,
the Wonderful Wizard of Oz).
Já, gætum þess að draumarnir
verði ekki teknir frá ungdóminum
og komandi kynslóðum eins og
Greta Thunberg orðar það.
*
|