Óhætt er að segja að
svefn og draumar hafi
hlotið umtalsverða athygli
í kastljósinu undanfarin
misserin og er það vel.
Ekki er svo ýkja langt síðan
að greinar og fróðleikur
um mikilvægi svefnsins
og draumlífsins fyrir andlega
sem líkamlega heilsu og
úrvinnslu tilfinningareynslu,
voru sjaldséð fyrirbæri
á vettvangi fjölmiðlunar.
Aðalbreytingin felst í nýrri
sýn á samfellu vitundarinnar
í vöku og svefni, að við bara
slökkvum ekki á vitundarstarfi
á meðan við sofum heldur
starfi vitundin áfram og að við
séum að endurraða í minni
reynslu daganna og vinna
úr tilfinningum, bæði góðum
og erfiðum sem og áföllum
í svefni og draumlífi.
Þessi nýja sýn byggir m.a.
á rannsóknum á svefnferlum,
tímabilum djúpsvefns og
draumsvefns yfir nóttina.
En líka á þeirri sálfræðilegu
og heimspekilegu nálgun
að það sé afar ólíklegt,
nánast firra, að halda því
fram að slökkt sé á öllu
vitundarstarfi þá klukkutíma
sem við sofum og svífum
í draumlönd inn. Raunar er
tímabilið fyrstu 10 mínúturnar
þegar við erum að falla í svefn,
svokallaður hyonagogic svefn,
það tímabil vitundarinnar sem
hefur fengið hvað mesta umfjöllun
draumfræðinga undanfarin ár.
Þetta tímbil markar skil
vitundar úr vökulífi yfir í svefn,
og einkennist oft af litum og
mynstrum og stundum órakenndum
upplífunum eða jafnvel skynvillum.
Það þarf ekki annað en
að fara inn á BBC fréttaveituna
og sjá þar fjölmarga góða
pistla um svefn og drauma
frá síðustu árum og er nýjasti
pistillinn frá 17. maí sl.
Fjallar um minni í draumum
og hvers vegna sumir muna
draumana betur en aðrir.
Flestir fræðimenn eru nú
sammála um að hægt sé
að þjálfa upp minni á drauma
með einföldum æfingum, s.s.
að gefa betri gaum að svefninum
og undirbúa sig vel fyrir nóttina,
drekka mikið af vatni, betra sé
að vakna upp nokkrum sinnum
og rifja upp þá drauma sem
fólki hefur dreymt áður en
það vaknaði og skrifa niður.
En almennt gildir að það
að skrifa niður drauma sína,
þjálfar minnið á draumana og
gerir okkur íhugulli í svefninum.
Og margir þekkja svokallað
skírdreymi - lucid dreaming - ,
ástand þar sem við erum
vitandi um að okkur sé að dreyma.
Ákvörðun um að ætla sér
að muna draumana, er líka
mikilvæg og einnig einlæg
viðleitni til að hlusta eftir
leiðsögn í draumi.
Við munum frekar drauma
með einfaldan strúktúr
en flókinn, að mati viðurkenndra
draumfræðinga eins og prófessor
Deirdre Barrett við læknadeil Harvard.
En hún hefur jafnframt starfað
ötullega um langt árabil fyrir IASD-
Alheimssamtök draumfræðinga.
Samdóma reynsla um heim allan,
er að Stórir draumar - Big dreams -,
hafi þannig áhrif á streymi vitundar
og breytt vitundarástand í svefni,
að fólk kemst hreinlega ekki hjá því
að taka eftir þeim og þeir hafa gjarnan
lífsbreytandi áhrif á dreymandann.
Oft er gaman í ferðum
og furðum draumheima
og að upplifa það tímaleysi
sem þar ríkir og komast
handan marka rúmsins.
Fræðimenn leggja nú aukna
áherslu á að vitundarstarf í svefni,
sé með öðrum hætti
en í vökunni og að við
ættum að varast að reyna
alltaf að spyrða þetta saman.
Nú eru bjartar nætur og
það hefur áhrif á svefn margra.
Með alúð við svefn og drauma
og að hlúa að sjálfum sér
á þessum birtutíma og forðast
of mikla skjánotkun síðla kvölds,
er hægt að fá þann svefn
og hvíld sem við þurfum.
Athygli er þörf í núinu.
Og að muna eftir önduninni
en við erum gjörn á að gleyma
hve dýrmæt lífsöndin er.
*
|