Forsíđa   

 12.08.2018
 Trjádraumar og skógarböđun í kóreskum sanlim yok anda



Tré standa nú í fullum
skrúða og hafa blómgast
sem aldrei fyrr þetta sumarið.
Styttist í hina undursamlegu
umbreytingu blóma í ber.
Ilmur trjáa fyllir hús og híbýli
og gefur dægrunum dýpt.
Mörg hver áratugum eldri
en við mannfólkið, æ verndandi
nýja sprota og gróðurríki sitt.
Þekkt draumtákn í íslenskri
sem asískri draumtrú fyrir
líf og vöxt, ætt og afkomendur.




Nýjasta trendið í heilsusamlegum
lífsstíl og náttúrumeðferðum, er
upprunnið í Austurlöndum fjær,
og kallast Skógarböðun eða
Forest bathing: að baða sig í skógi!
Kóreu er talað um Sanlim yok
og í Japan um Shinrin-yoku.
Felur í sér að rölta um í skógi,
anda djúpt í góðri jónahleðslu
skógarins, íhuga og mynda
tengsl við tréin, ræturnar,
horfa upp trjástofnana á
tignarlegar trjákrónurnar
og láta sig flæða í heilandi
dreymi með móður- og
föðurorku náttúrunnar sem
víða í Austrinu nefnist Yin og Yang.




Hinn svokallaði Kóreski garður
á sér tvö þúsund ára hefð
sem felur í sér að garðurinn
á að hafa blandaðan trjágróður,
vatn og steina og/eða möl
samkvæmt þeirri lífssýn að
allt sé lifandi orka, líka steinar.
Garðurinn á ekki að vera of
formlegur og skipulagður
heldur flæða frekar villtur
í anda náttúrunnar sjálfrar.
Griðastaður til íhugunar og
heilunar fyrir líkama og sál.




Já, tréin og skógurinn
hafa sterk áhrif í vökunni
og birtast sannarlega í
draumum okkar, og eru
margir merkir draumar
fyrir börnum og ættkvísl
til í slenskum heimildum.
Hið sama á við um Kóreu
þar sem draumhefð og
fjallatrú er sterk og margt
í þarlendum shamanisma
eins og trú á handanheima
og aðrar víddir, ekki ósvipuð
minnum í þjóðtrú okkar og
menningu sem vert væri að
kynnast betur og stunda
samnburðarrannsóknir á.





Trees and shadows.
Trees look down upon shadows.
Shadows look up toward trees.
Even as night settles,
even as rain descends,
shadows are there.
Trees know it.




(Kim Nam-Jo 1927-  ;
úr Rain, Sky, Wind, Port,
ensk þýðing, 2014).




*







Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88  89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA