Nú eru tré í fullum blóma
og ilma sem aldrei fyrr,
hafa víða blómgast
vel í sumar og ber þeirra
fara senn að sjást.
Ilmurinn fylgir inn í hús og
ber í sér fornan tíma...
Trén mörg áratugum
eldri en við sjálf og hafa
margt séð, heyrt og reynt.
Vernda viðkvæma sprota
og gróanda enda eru tré
í draumi talin tákn um líf,
ætt og afkomendur.
Fátt er nú talið heilsusamlegra
og betra fyrir sál og líkama en
að rölta um í skógi og dvelja
undir þéttum laufkrónunum,
anda djúpt og teygja úr sér,
hugleiða kyrrðina og horfa upp
í tignarlegar trjákrónurnar.
Þessi siður gengur undir heitinu
Skógarböðun, að baða sig í skógi,
og er kallaður Sanlin yok á kóresku
og Shinrin-yoku á japönsku.
Hefur verið þýddur á ensku
sem Forest bathing og er nú
að ryðja sér víða til rúms sem
heilandi náttúrumeðferð.
Kóreubúar hafa löngum haft
mikið dálæti á sínum skógum
og eru garðar þeirra gjarnan
hlaðnir í anda þeirrar fornu
garðhefðar að hafa tré af
margvíslegum tegundum
í bland við steina og/eða möl,
og vera ekki of skipulagðir.
Hin tvö þúsund ára hefð
Kóreska garðsins byggir
á hugmyndinni um að allt
sé lifandi - líka steinar -
og að garðurinn eigi að vera
griðastaður til íhugunar,
hvíldar og endurnýjunar,
frjáls og svolítið villtur og
minna á náttúruna sjálfa.
Margt er að læra í samburði
draumhefða í norrænni hefð
og í kóreskri hefð og hafa
bæði lærðir og leikir frá
Kóreu komið á mörg erindi
og sýningar Skuggsjár erlendis.
Nú er ætlunin næstu misserin
að styrkja þessi bönd enn frekar
og kanna betur sameiginlegar
rætur í draumum, fjallatrú
og shamanisma sem ávallt
hefur verið sterkur í Kóreu.
*
|